Fara í efni

Bæjarstjórn

20. ágúst 2014

Miðvikudaginn 20. ágúst 2014 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Eva Margrét Kristinsdóttir (EMK).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 1. fundar Bæjarráðs.

    Fundargerðin sem er 19 tl. er samþykkt samhljóða.

    Bæjarstjórn samþykkir, 11. tl. fundargerðar 1, viðauka 2 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 19.200.000. vegna gangstéttarframkvæmda við Lindarbraut og Sævargarða. Vísað er til 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

    Viðauki við 11.tl. fundargerðar, samþykktur samhljóða.

    Bæjarstjórn samþykkir, 12. tl. fundargerðar 1, viðauka 3 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 26.000.000. vegna kaupa á íbúð í félagslega íbúðakerfinu. Vísað er til 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

    Viðauki við 12.tl. fundargerðar, samþykktur samhljóða.

    Til máls tóku:ÁH

  2. Fundargerð 10. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 10 voru borin upp til staðfestingar.

    Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykktir byggingarfulltrúa 25.6.2014

    2010100004 Hrólfsskálamelur 10-18, samþykkt breytinga frá samþ. 2012 og 2013.

    Samþykktir byggingarfulltrúa 23.6.2014

    2014060032 Sæbraut 1, samþykkt á ný áform um útlitsbreytingar, áður samþ..2007.

    Samþykktir byggingarfulltrúa 11.6.2014

    2011050044 Ráðagerði, aflétt stöðvun framkvæmda á lóð frá maí 2011.

    Samþykktir byggingarfulltrúa 30.5.2014

    2014050023 Skólabraut 3-5, samþykkt áform u/svalalokun fastnr 2067690 íb 01 0313.

    2014050018 Suðurströnd 12, samþykkt áður gerð svalalokun, breyting og brunavarnir.

    Samþykktir byggingarfulltrúa 15.5.2014

    2014030027 Grænamýri 26-28 Samþykkt áform um svalalokun á 1. og 2. hæð.

    Samþykktir byggingarfulltrúa 21.2.2014

    2014010052 Selbraut 20-30, endurnýjuð samþykkt frá 2005, sólstofa á 2. hæð nr. 28.

    Samþykkt samhljóða

  3. Fundargerð 249. fundar Umhverfisnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku:

  4. Fundargerðir 133. og 134. fundir Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

  5. Fundargerð 817. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 404. fundar stjórnar SSH.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerð 339. Fundar stjórnar SORPU bs.

    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: GM

  8. Tillögur og erindi:

    1. Umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisveitingaleyfis v/bæjarhátíðar í íþróttahúsi Seltjarnarness 30.ágúst 2014.

    Samþykkt samhljóða.

Fundi var slitið kl. 17:08

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?