Miðvikudaginn 14. maí 2014 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).
Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson, setti fund og stjórnaði.
-
Fundargerð 9. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: ÁE, BTÁ
-
Fundargerð 262. fundar Skólanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SEJ
Bæjarstjórn býður Kára Einarssyni velkominn til starfa
-
Fundargerð 373. fundar Íþrótta- og tómstundaráðs.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: LBL
-
Fundargerð 26. fundar Jafnréttisnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: ÁE
-
Fundargerð 402. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 334. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 195. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 46. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðb.svæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
-
a) Lögð var fram tillaga að auglýstri deiliskipulagsbreytingu Suðurströnd / Hrólfsskálamelur, en kynning lauk þann 5. maí sl. Engar athugasemdir bárust.
Bæjarstjórn samþykkir að samþykkt tillaga skulu send til Skipulagsstofnunar til umfjöllunar þar sem frestur til athugasemda rann út. skv. 1.mgr. 42. gr. skipulagslega nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: BTÓ
-
Lögð var fram Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsustefna Seltjarnarnesbæjar.
Lárus B. Lárusson, fylgdi úr hlaði stefnu Seltjarnarnesbæjar í íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsumálum. Gerði hann grein fyrir helstu þáttum stefnunnar og markmiðum hennar. Lárus B. Lárusson, færði öllum sem komið hafa að málinu þakkir fyrir vel unnin störf og sagði að á nýju kjörtímabili þyrfti að vinna að aðgerðaráætlun til að framfylgja stefnunni.
Bæjarstjóri kvaddi sér hljóðs og fagnaði sérstaklega framkominni tillögu.
Stefna Seltjarnarnesbæjar í íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsumálum er samþykkt samhljóða.
-
Til máls tóku: LBL, GM, ÁH, ÁE, MLÓ, SEJ
-
Lögð fram, Tillaga að samkomulagi um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: ÁH, SEJ
Fundi var slitið kl. 17:18