Miðvikudaginn 9. júní 2004 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Bergmann, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.
Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.
Í upphafi fundar var samþykkt að taka á dagskrá fundarins fundargerð 167. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness og fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir frá 2. júní 2004.
Fundargerð síðasta fundar staðfest.
1. Kjör forseta bæjarstjórnar skv. 15. gr. bæjarmálasamþykktar Seltjarnarness.
Ásgerður Halldórsdóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2. Lögð var fram fundargerð 283. (22.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 25. maí 2004 og var hún í 5 liðum.
Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
3. Lögð var fram fundargerð 40. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 3. júní 2004 og var hún í 11 liðum.
Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Stefán Bergmann og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Neslistans lýsa áhyggjum sínum yfir því í hvaða farveg skipulagsmálin eru komin. Enn á ný rís mótmælaalda íbúa vegna þeirrar einu tillögu sem lögð hefur verið fram til kynningar fyrir íbúum, tillaga sem hljóðar upp á mikla þéttingu byggðar með allt að 180 íbúðir og 5-6 hæða blokkir. Þeir benda einnig á fleiri atriði sem réttilega hafa ekki fengið markvissa umfjöllun skipulagsnefndar og ráðgjafa. Yfir 200 Seltirningar hafa afhent bæjarfulltrúum mótmælalista með athugasemdum vegna þessara hugmynda að deiliskipulagi. Blásið var til íbúaþings fyrir einu og hálfu ári og látið í veðri vaka að íbúar myndu hafa eitthvað um skipulagsmálin að segja. Fulltrúar Neslistans leggja til að farið verði vel yfir athugasemdir, enda telja fulltrúar Neslistans byggð allt of þétta og að ekki muni nást sátt um þessa tillögu. Sé ekki hlustað á athugasemdir bæjarbúa er ekki um virkt samráð að ræða heldur má kalla vinnulagið ”samráðsleik” sem er móðgun við bæjarbúa.
Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Stefán Bergmann
(sign) (sign) (sign)
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti bæjarstjórnar mótmælir þeim röngu staðhæfingum sem komið hafa fram í máli og bókun minnihlutans. Athugasemdir íbúa verða skoðaðar og metnar í skipulagsnefnd eins og lög gera ráð fyrir. Tillögur ráðgjafa miða við ákveðið greinuform eða “foot print” fyrir byggðina en hæðafjöldi hefur ekki verið ákveðinn á þessu stigi. Hér er um metnaðarfullt verkefni að ræða sem verður bæjarfélaginu til sóma. Verkefnið er ekki enn komið í lögformlegt deiliskipulagsferli, en á það er bent að þá gefast íbúum 4 vikur til að skoða tillöguna og síðan 2 vikur til að gera athugasemdir.
Meirihluti bæjarstjórnar hefur og mun vinna málefnalega að þessu viðkvæma en þýðingarmikla framfaramáli og vonast til að fulltrúar minnihlutans geri slíkt hið sama og af fullum heilindum.
Jónmundur Guðmarsson Ásgerður Halldórsdóttir
(sign) (sign)
Inga Hersteinsdóttir Ingimar Sigurðsson
(sign) (sign)
Fulltrúar Neslista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Neslistans vilja benda á að í bókun okkar felst engin staðhæfing heldur eingöngu tilmæli um að farið verði yfir athugasemdir bæjarbúa vegna skipulagsmála á faglegan hátt.
Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Stefán Bergmann
(sign) (sign) (sign)
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Lögð var fram fundargerð 299. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 27. maí 2004 og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
Afgreiðslu fundargerðarinnar frestað til næsta fundar.
5. Lögð var fram fundargerð 167. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 3. júní 2004 og var hún í 8 liðum.
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Stefán Bergmann og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lögð var fram fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dagsett 2. júní 2004.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
7. Lögð var fram fundargerð 268. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 26. maí 2004 og var hún í 1 lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
8. Lögð var fram fundargerð 38. fundar stjórnar STRÆTÓ, dagsett 14. maí 2004 og var hún í 1 lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
9. Lögð var fram fundargerð 39. fundar stjórnar STRÆTÓ, dagsett 21. maí 2004 og var hún í 1 lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
10. Lögð var fram fundargerð 40. fundar stjórnar STRÆTÓ, dagsett 28. maí 2004 og var hún í 3 liðum.
Til máls tóku: Inga Hersteinsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
11. Lögð var fram fundargerð 202. fundar SORPU, dagsett 6. maí 2004 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
12. Lögð var fram fundargerð 39. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. , dagsett 28. maí 2004 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
13. Lögð var fram fundargerð 5. fundar ársins 2004 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 1. júní 2004 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
14. Lögð var fram fundargerð 16. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Kjarna, dagsett 19. maí 2004 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
15. Lögð var fram fundargerð 239. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 5. maí 2004 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
16. Erindi:
a) Lagt var fram bréf frá SORPU, dagsett 14. maí 2004, vegna endurskoðaðs á stofnsamnings Sorpu og tilnefningu í stjórn.
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
Aðalmaður í stjórn Sorpu er kjörinn Bjarni Torfi Álfþórsson og til vara Jónmundur Guðmarsson.
b) Tilnefndur var fulltrúar meirihlutans í stjórn Veitustofnana. Úr stjórn gengur Atli Atlason sem hefur flust úr bæjarfélaginu.
Aðalmaður í stjórn er kjörinn Pétur Árni Jónsson, Tjarnarbóli 14.
c) Tilnefndir voru fulltrúar meirihlutans í Yfirkjörstjórn. Úr stjórn ganga þau María E. Ingvadóttir, sem hefur flust úr bæjarfélaginu og Magnús Erlendsson er óskað hefur lausnar frá störfum í yfirkjörstjórn.
Aðalmaður í yfirkjörstjórn er kjörinn Álfþór B. Jóhannsson og til vara eru kjörnir Pétur Kjartansson Bollagörðum 26 og Halldór Halldórsson, Steinavör 6.
d) Tilnefndir voru fulltrúar minnihlutans í fulltrúaráð Eirar.
Aðalmaður er kjörin Ingibjörg Benediktsdóttir Skerjabraut 1 og til vara Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Samþykkt var með sex atkvæðum gegn einu að fresta fundi bæjarstjórnar 14. júlí nk.
Fundi var slitið kl. 17:56