Miðvikudaginn 9. október 2013 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).
Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson, setti fund og stjórnaði.
- Fundargerð 324. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðin lögð fram. - Fundargerð 37. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram. - Tillögur og erindi:
a. Bréf frá Kjartani Felixsyni dags. 11. september 2013 lagt fram.
Til mál tóku: ÁE, MLÓ, ÁH
Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun, undirrituð tjáir sig ekki um einstök starfsmannamál á opnum fundi bæjarstjórnar. Bæjarstjóri er tilbúin að ræða viðkomandi fyrirspurn á fundi bæjarráðs. Eins og fram kemur í bæjarmálasamþykkt Seltjarnarnesbæjar í 60. gr. Um ráðningu annarra starfsmanna segir: Bæjarstjóri ræður aðra starfsmenn bæjarins en þá sem greinir um í 59. gr.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri.
Fundi var slitið kl. 17:08