Miðvikudaginn 10. nóvember 2010 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Ragnar Jónsson (RJ), Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).
Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.
Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði.
1. Lögð var fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2010.
Bæjarstjóri kynnti áætlunina og helstu breytingar sem lagðar eru til.
Í upphafi þakkaði bæjarstjóri starfsmönnum Seltjarnarnesbæjar fyrir aðdáunarverða seiglu og útsjónarsemi í rekstri stofnana bæjarins á þessum erfiðu tímum. Það er afrek útaf fyrir sig að geta haldið svo til óbreyttri þjónustu við bæjarbúa þrátt fyrir afar óhagstæð skilyrði og fyrir það ber að þakka.
Endurskoðuð fjárhagsáætlun ber merki þeirrar stefnumörkunar sem bæjarstjórn setti sér á síðasta ári að standa vörð um grunnþjónustu bæjarins. Fjárhags- og launanefnd tók ákvörðun á vormánuðum að veita öllum ungmennum bæjarins vinnu við ýmis sérverkefni svo og fegrun bæjarins.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögum að breytingum og helstu niðurstöðum við endurskoðun fjárhagáætlunar fyrir árið 2010.
Helstu niðurstöður endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar 2010 eru eftirfarandi:
Breytingar | Endurskoðuð | ||||||
A- Aðalsjóður | Áætlun 2010 | 2010 | áætlun 2010 | ||||
00 | Skatttekjur | 1.798.930.000 | 40.500.000 | 1.839.430.000 | |||
02 | Félagsþjónusta | (164.029.456) | (3.613.727) | (167.643.183) | |||
04 | Fræðslumál | (1.083.917.483) | (46.575.000) | (1.124.892.483) | |||
05 | Menningar- og félagsmál | (58.891.236) | (2.250.000) | (61.141.236) | |||
06 | Íþróttir, æskulýðsmál, og útivist | (370.577.399) | (67.740.746) | (438.318.145) | |||
07 | Brunamál og almannavarnir | (31.310.000) | 0 | (31.310.000) | |||
08 | Sorphreinsun og hreinlætismál | (13.600.000) | (970.000) | (14.570.000) | |||
09 | Skipulagsmál | (29.100.360) | (6.500.000) | (35.600.360) | |||
10 | Götur, holræsi og umferðarmál (útrásir) | (69.340.000) | 2.035.800 | (67.304.200) | |||
11 | Almenningsgarðar og opin svæði | (44.528.708) | (3.907.000) | (48.435.708) | |||
13 | Framlag til atvinnumála | (300.000) | 0 | (300.000) | |||
21 | Sameiginlegur kostnaður | (156.090.143) | (27.185.000) | (169.875.143) | |||
22 | Breyting lífeyrisskuldbindinga | (20.000.000) | 0 | (20.000.000) | |||
28 | Fjármagnsliðir | 326.815.225 | (120.000.000) | 206.815.225 | |||
Aðalsjóður | 84.060.439 | -236.205.673 | -133.145.234 | ||||
A- Aðrir sjóðir og stofnanir. | |||||||
31 | Eignasjóðir rekstur | -32.830.354 | 81.200.000 | 48.369.646 | |||
33 | Þjónustumiðstöð | -30.370.206 | 23.000.000 | -7.370.206 | |||
Sveitarsjóður A - hluti | 20.859.879 | -132.005.673 | -92.145.794 | ||||
B- hluti fyrirtæki og stofnanir | |||||||
43 | Vatnsveita | 17.465.033 | 5.000.000 | 22.465.033 | |||
45 | Félagsheimili Seltjarnarness | (3.379.000) | 610.000 | (2.769.000) | |||
47 | Hitaveita Seltjarnarness | (8.578.815) | 11.431.079 | (16.147.736) | |||
49 | Fráveita | 12.551.069 | 2.000.000 | 14.551.069 | |||
57 | Félagslegt íbúðarhúsnæði | (19.406.909) | 605.000 | (18.801.909) | |||
61 | Lækningaminjasafn | (14.000.000) | 0 | (14.000.000) | |||
Samtals A og B hluti | 5.511.257 | -112.359.594 | -106.848.337 |
Til máls tóku: ÁH, ÁE,
Endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 borin upp og samþykkt samhljóða.
2. Lögð var fram fundargerð 433. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 27. október 2010 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
3. Lögð var fram fundargerð 364. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 28. október 2010 og var hún í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Lagðar voru fram fundargerðir Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, 151. fundar dagsett 28. október 2010, sem var í 7 liðum og 152. fundar dagsett 4. nóvember 2010 sem var í einum lið.
Til máls tóku: ÁH, BTÁ, ÁE og MLÓ.
Fundargerð 151. fundar var afgreidd með eftirfarandi hætti:
1. liður. Deiliskipulag Bakkahverfis mál 2008110018 –
Lögð var fram eftirfarandi tillaga að bókun:
“Á grundvelli skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum og samþykktar Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 28. október s.l. samþykkir bæjarstjórn Seltjarnarness fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Bakkahverfis ásamt svörum við athugasemdum Skipulagsstofnunar og vísar tillögunni til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
Breytingar voru gerðar á deiliskipulagstillögu Bakkahverfis frá júní 2010 þar sem komið var til móts við athugasemdir hagsmunaaðila eftir auglýsingatíma. Einnig voru gerðar orðalagsbreytingar í greinargerð og skilmálum í okt. 2010 til að verða við athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar. Þá hefur verið gerð minniháttar breyting á byggingarreitum Unnarbrautar 1 og 19, til þess að verða ennfrekar við innsendum athugasemdum íbúa. Gerð er ýtarleg skil á þessum breytingum í greinargerð og fylgiskjali með fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 28. október síðastliðnum, þ.e. “Athugasemdir Skipulagsstofnunar, svör, breytingar og afgreiðsla skipulagsins“, dagsett 28.10. 2010, “Minnisblað vegna eldri skilmála í Bakkahverfi“, dagsett 28. 10. 2010 og “Bakkahverfi deiliskipulag 1 af 2“ og “Bakkahverfi deiliskipulag 2 af 2, síðast breytt 28. 10. 2010“.
Bæjarstjórn telur þessar breytingar vera minniháttar og ekki vera þess eðlis að auglýsa þurfi deiliskipulagstillögu Bakkahverfis á ný.”
Tillagan ásamt svarbréfi til skipulagsstofnunar var samþykkt með 6 atkvæðum en fulltrúi Samfylkingar sat hjá.
1. liður. Mál 2010070008 Sæbraut 17, – Samþykkt samhljóða.
Fundargerð 152. fundar var afgreidd með eftirfarandi hætti:
Mál 2008100023 Deiliskipulag Lambastaðahverfis -
Lögð var fram eftirfarandi tillaga að bókun:
“Á grundvelli skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum og samþykktar Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 4. nóvember s.l. samþykkir bæjarstjórn Seltjarnarness fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Lambastaðahverfis ásamt svörum við athugasemdum Skipulagsstofnunar og vísar tillögunni til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
Breytingar voru gerðar á deiliskipulagstillögu Lambastaðahverfis frá júní 2010 þar sem komið var til móts við athugasemdir hagsmunaaðila eftir auglýsingatíma. Einnig voru gerðar orðalagsbreytingar í greinargerð og skilmálum í nóvember 2010 til að verða við athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar. Þá hefur verið gerð minniháttar breyting á byggingarreitum Nesvegar 115 og 119A til þess að verða ennfrekar við innsendum athugasemdum íbúa.
Í fylgiskjölum með fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 4. nóvember síðastliðnum er að finna svör til Skipulagsstofnunar, dags. 2. nóv. 2010, og hluta deiliskipulags og greinargerðar, dags. 1. nóv. 2010 sem lýsir þeim breytingum sem hafa orðið á skipulagi Lambastaðahverfis.
Bæjarstjórn telur þessar breytingar vera minniháttar og ekki vera þess eðlis að auglýsa þurfi deiliskipulagstillögu Lambastaðahverfis á ný.”
Tillagan ásamt svarbréfi til skipulagsstofnunar var samþykkt með 6 atkvæðum en fulltrúi Samfylkingar sat hjá.
Aðrir liðir fundargerðanna gáfu ekki tilefni til samþykktar.
5. Lögð var fram fundargerð fyrsta fundar Stýrihóps um öruggt samfélag, dagsett 28. október 2010, og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku: MLÓ og ÁH.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs, dagsett 23. september 2010 sem var í 8 liðum og dagsett 27. október sem var í 5 liðum.
Til máls tóku: ÁE og ÁH.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
7. Lögð var fram fundargerð 95. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 22. október 2010, og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
8. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar SORPA bs., 278. fundar dagsett 1. nóvember 2010 sem var í 8 liðum og 279. fundar dagsett 5. nóvember 2010 sem var í 1 lið.
Til máls tóku: ÁH og BTÁ.
1. liður fundargerðar 278 fundar var samþykktur samhljóða.
Fundargerðirnar gáfu að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.
9. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar SSH, 355. fundar dagsett 11. október 2010 sem var í 5 liðum og 356. fundar dagsett 1. nóvember 2010 sem var í 6 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
10. Lögð var fram fundargerð 148. fundar stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 29. október 2010 og var hún í 3 liðum.
Til máls tók: SEJ.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
11. Erindi og tillögur:
-
-
Lögð voru fram lagfærð drög að reglugerð fyrir Veitustofnun Seltjarnarness, sem er í 18 gr. sem áður hafði verið samþykkt í bæjarstjórn.
Til máls tóku: ÁH og ÁE.
Reglugerðin var samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.
-
Lagður var fram samstarfssamningur Seltjarnarnesbæjar og Lýðheilsustöðvar dagsett 28. október 2010 vegna verkefnisins „Öruggt samfélag“.
Til máls tók: ÁH.
Samningurinn samþykktur samhljóða.
-
Lögð voru fram drög að samþykkt um kattahald á Seltjarnarnesi sem er í 10 greinum, áður lögð fram á 723. fundi bæjarstjórnar.
Til máls tók: ÁH.
Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögur að breytingu á 6. og 10. grein:
Í 6. gr komi inn „Greiðist gjald þetta einu sinni á ári“ í stað setningarinnar „greiðist gjald þetta einu sinni við skráningu kattarins“ .
Í 10. gr komi inn „ ... og öðlast gildi 1. júní 2011.“ í stað „ ... og öðlast gildi þegar við birtingu.“
Samþykktin um kattahald á Seltjarnarnesi samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.
Fundi var slitið kl. 17:35
-