Miðvikudaginn 18. ágúst 1999 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.
Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Högni Óskarsson, og Jónmundur Guðmarsson.
Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.
1. Lögð var fram 270. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 27. júlí 1999 og var hún í 3 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku; Sigurgeir Sigurðsson, Högni Óskarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
2. Lögð var fram 48. fundargerð Starfskjaranefndar Seltjarnarness dagsett 27. júlí 1999 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
3. Lögð var fram 34. fundargerð Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness dagsett 27. júlí 1999 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Lagðar voru fram 39. og 40. fundargerðir Skólanefndar Seltjarnarness, dagsettar 16. og 21. júlí 1999 og var hvor um sig í einum lið.
Til máls um fundargerðirnar tóku Jónmundur Guðmarsson, Högni Óskarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.
5. Lögð var fram 747. fundargerð Byggingarnefndar Seltjarnarness dagsett 11. ágúst 1999 og var hún í 5 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Erna Nielsen.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
6. Lögð var fram 126. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 19. ágúst 1999 ásamt fundargerð vinnufundar í Umhverfisnefnd dagsett 26. apríl 1999.
Til máls um fundargerðinar tóku, Jens Pétur Hjaltested og Högni Óskarsson.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.
7. Lögð var fram 11. fundargerð Menningarnefndar Seltjarnarness dagsett
16. júní 1999 og var hún í 5 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Högni Óskarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
8. Lögð var fram 247. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 11. ágúst 1999 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
9. Lögð var fram 10. fundargerð Samflots og launanefndar sveitarfélaga dagsett 12. júlí 1999 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
10. Lögð var fram 242. fundargerð Skipulags-umferðar og hafnarnefndar Seltjarnarness dagsett 12. ágúst og var hún í 4 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Erna Nilsen, Högni Óskarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
11. Lögð var fram samþykkt Umhverfisráðuneytisins dagsett 22. júlí 1999 á endurskoðaðri samþykkt um hundahald á Seltjarnarnesi.
Samþykktin um hundahaldið var samþykkt samhljóða.
12. Lagt var fram bréf Jóels Karls Friðrikssonar dagsett 5. ágúst 1999
þar sem hann þakkar styrk til þátttöku á Olympiuleikum í eðlisfræði.
13. Tekin var til afgreiðslu eftirfarandi tillaga fulltrúa Neslistans frá sl. fundi.
„Fulltrúar Neslistans leggja til að ráðinn verði umferðarverkfræðingur eða annar hliðstæður fagaðili til að skoða umferðarmál bæði gangandi og akandi vegfarenda við Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla og koma með tillögur til úrbóta. Bæjarstjórn felur tæknideild að hafa umsjón með verkinu fyrir hönd bæjarstjórnar”
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Högni Óskarsson (sign)
Tillagan var samþykkt samhljóða.
14. Formaður skipulags-umferðar og hafnarnefndar, Erna Nielsen, lagði fram eftirfarandi greinargerð:
„Vegna fyrirspurnar Neslistans á fundi bæjarstjórnar 21. júlí s.l. þar sem óskað er skriflegrar greinargerðar frá formanni skipulagsnefndar vegna úrvinnslu umsókna um lóðina Austurströnd 5.
Bókanir og afgreiðsla skipulags-umferðar og hafnarnefndar lýsa málinu og þróun þess en málið hefur verið rætt í nefndinni á 233, 235, 236, 237, 239, 240 og 241 fundum nefndar og er fyrirspyrjendum bent á þær fundargerðir til að kynna sér sögu málsins.”
Formaður skipulags-umferðar og hafnarnefndar
Erna Nielsen (sign)
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Fulltrúar Neslistans átelja þau vinnubrögð sem formaður skipulagsnefndar sýnir með svokölluðu svari sínu við bókun Neslistans varðandi úthlutun lóðar við Austurströnd 5.
Bent var á í bókun að í fundargerðum skipulagsnefndar væri ekki að finna nægan rökstuðning fyrir þeim mörgu stefnubreytingum nefndarinnar sem áður er lýst.
Ítrekað er beðið um fyllri upplýsingar með skriflegri greinargerð og er þess jafnframt óskað að málið verði tekið til umfjöllunar á næsta bæjarstjórnarfundi.
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Högni Óskarsson (sign)
Fundi slitið 18:00 Álfþór B. Jóhannsson.
Sigurgeir Sigurðsson (sign) Erna Nilsen (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Jens Pétur Hjaltested (sign) Högni Óskarsson (sign)
Jónmundur Guðmarsson(sign)