Fara í efni

Bæjarstjórn

512. fundur 12. apríl 2000


Miðvikudaginn 12. apríl 2000 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Jens Pétur Hjaltested og Högni Óskarsson.     
 
Fundi stýrði Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

1. Lagðar voru fram fundargerðir Félagsmálaráðs, 253. fundar dagsett 15. mars 2000 sem var í 7 liðum og fundargerð 254. fundar dagsett 29. mars 2000 sem var í 7 liðum.  Einnig voru lagðar fram reglur um niðurgreiðslur á daggæslugjöldum hjá dagmæðrum, samkvæmt lið 1 í 254. fundargerð.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Högni Óskarsson.
Afgreiðslu 7. liðs 253. fundar var frestað.
Högni Óskarsson lagði fram fyrirspurn varðandi 1. lið 254. fundar og var afgreiðslu á þeim lið frestað.
Fundargerðirnar gáfu að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.
 
2. Lagðar voru fram fundargerðir undirnefndar um jafnréttismál, 6. fundar dagsett 16. febrúar 2000, 7. fundar dagsett 7. mars 2000 og 8. fundar dagsett 21. mars 2000.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Högni Óskarsson.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

3. Lögð var fram fundargerð 3. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsett 20. mars 2000 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


4. Lagðar voru fram fundargerðir Menningarnefndar Seltjarnarness ásamt erindisbréfi Menningarnefndar Seltjarnarness, fundargerð 17. fundar dagsett 26. janúar 2000 og var hún í 6 liðum og fundargerð 18. fundar dagsett 3. mars 2000.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Högni Óskarsson.
Erindisbréf Menningarmálanefndar Seltjarnarness var samþykkt samhljóða.
Fundargerðirnar gáfu að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

5. Lögð var fram fundargerð fundar formanna samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, með ráðgjöfum, dagsett 16. mars 2000 og var hún í 9 liðum.  Einnig var lögð fram fundargerð 45. fundar framkvæmdanefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsett 13. mars 2000 og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Högni Óskarsson.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

6. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar Reykjanesfólksvangs, 59. fundar dagsett 26. nóvember 1999 og var dagskrá fundarins í 7 liðum, 60. fundar dagsett 7. mars 2000 og var hún í 7 liðum.  Einnig var lögð fram starfsskýrsla stjórnar Reykjanesfólksvangs árið 1999.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

7. Lögð var fram fundargerð 45. fundar samstarfsnefndar leikskólakennara dagsett 26. mars 2000 og var hún í 5 liðum.
Lögð var fram fundargerð 5. fundar samstarfsnefndar stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi og launanefndar sveitarfélaga dagsett 17. mars 2000 og var hún í 1 lið.
Lögð var fram fundargerð starfskjaranefndar kjarafélags tæknifræðinga og launanefndar sveitarfélaga, dagsett 14. mars 2000 og var hún í l lið.
Til máls tók Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

 

8. Erindi:
a)   Lagt var fram bréf frá Þjóðminjasafni Íslands dagsett 27. mars 2000 varðandi hugsanlega þátttöku í viðgerð Nesstofu og eflingu Nesstofusafnsins.
      Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Högni Óskarsson.
      Erindinu vísað til Menningarnefndar.

b) Lagt var fram bréf dagsett 15. nóvember 1999 þar sem mótmælt er fyrirhugaðri lagningu göngustígs meðfram Suðurströnd frá Sörlaskjóli að Tjarnarstíg.
Til máls tók Sigurgeir Sigurðsson
Erindinu vísað til Skipulagsnefndar.
c) Lagt var fram bréf frá Öryggisþjónustunni Varnan dagsett 16. mars 2000, varðandi tilboð um öryggiseftirlit á Seltjarnarnesi.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjóra var falið að svara bréfinu.
d) Lagt var fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 3. apríl 2000 með ályktun um fyrri fulltrúaráðsfundar 2000,
1. um endurskoðun á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
2. um endurmat á kostnaði og tekjuþörf vegna yfirtöku grunnskólans.
3. um endurskoðun á framkvæmd laga um þjóðlendur.
4. lagt fram eyðublað frá Hagdeild Sambands ísl. sveitarfélaga varðandi grunnupplýsingar úr ársreikningi 1999 og áætlun 2000.

9. Bæjarstjóri skýrði frá bréfum frá Reykjavíkurborg dagsett 6. apríl 2000 varðandi umræðu um rekstur ”Alþjóðahúss“ og í bréfi frá Ferðamálasamtökum Höfuðborgarsvæðisins dagsett 15. mars 2000 vegna sýningar í Laugardalshöll dagana 28. apríl til 01. maí 2000.

10. Fulltrúar Neslistans lögðu fram tillögu til ályktunar.
Fulltrúar Neslistans á 512. bæjarstjórnarfundi þ. 12. apríl 2000 leggja til að bæjarstjóri skipi nú þegar vinnuhóp, sem skal marka stefnu Seltjarnarnesbæjar í umhverfisvænum innkaupum.  Í vinnuhópnum skulu sitja fulltrúar helstu stofnana bæjarfélagsins, þ.e. frá bæjarskrifstofum, skólum, leikskólum, íþróttahúsi og áhaldahúsi.  Enn fremur skal umhverfisnefnd skipa fulltrúa í vinnuhópinn.  Fulltrúi leikskólanna skal jafnframt vera formaður hópsins.
Vinnuhópurinn skal skila tillögum til bæjarstjórnar eigi síðar en 15. júni næstkomandi.
                  Seltjarnarnesi, 12. apríl 2000.
                  Högni Óskarsson          Sunneva Hafsteinsdóttir
Greinargerð:
Tillaga þessi er lögð fram í framhaldi af kynningarfundi um Staðardagskrá 21, sem haldinn var í Mýrarhúsaskóla fyrir skömmu.  Þar kom fram að á Mánabrekku er fylgt umhverfisverndandi uppeldisstefnu, sem meðal annars felur í sér að innkaup vegna rekstrar skulu vera umhverfisvæn.  Einnig kom fram að á meðan ekki er til nein heildarstefna bæjaryfirvalda í þessum efnum, þá er viðleitni Mánabrekku gert erfiðara fyrir en ella.
Flestum ætti að vera ljóst að þegar Staðardagskrá 21 verður hrint í framkvæmd þá mun umhverfisvæn innkaupastefna verða einn af hornsteinunum.  Þeirri stefnu er hægt að hrinda í framkvæmd áður en heildarstefna verður endanlega mótuð og er mikilvægt að það verði gert sem fyrst.
Undirbúningsvinna að Staðardagskrá 21 gengur hægt.  Ekki hefur verið haldinn fundur í Umhverfisnefnd frá því að ofangreind kynning átti sér stað, og ekki hefur verkefnisstjórn verið kölluð saman enn.  Af þeim ástæðum er þessi tillaga nú flutt í bæjarstjórn en ekki í Umhverfisnefnd, þó að það verði síðan hin eðlilega málsmeðferð að tillögunni verði vísað til Umhverfisnefndar.
Til máls tóku Jens Pétur Hjaltested og Högni Óskarsson.
Tillögunni vísað til Umhverfisnefndar.

11. Fyrirspurn kom frá Sunnevu Hafsteinsdóttur um Fræðasetrið í Gróttu varðandi skipulag fræðslustarfseminnar þar.  Einnig spurðist Sunneva Hafsteinsdóttir fyrir um starfslýsingu forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Jens Pétur Hjaltested, Sunneva Hafsteinsdóttir og Högni Óskarsson.

 Fundi var slitið kl.18.18. Stefán Bjarnason.

Sigurgeir Sigurðsson (sign) Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Jens Pétur Hjaltested (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign) Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Högni Óskarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?