Fara í efni

Bæjarstjórn

535. fundur 13. júní 2001


Miðvikudaginn 13. júní 2001 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Benediktsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Jónmundur Guðmarsson.

Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.


1. Kosningar samkvæmt 15. grein bæjarmálasamþykktar.
a) Forseti bæjarstjórnar var kjörinn Jónmundur Guðmarsson með 5 atkvæðum en 2 sátu hjá.
Nýkjörinn forseti, Jónmundur Guðmarsson tók hér við fundarstjórn og þakkaði traustið og fráfarandi forseta fyrir gott samstarf.
Sunneva Hafsteinsdóttir bauð nýjan forseta velkominn og þakkaði fráfarandi forseta fyrir samstarfið og fyrir góða fundarstjórn.
b) Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar var kjörin Erna Nielsen með 5 atkvæðum en 2 sátu hjá.
c) Annar varaforseti bæjarstjórnar var kjörinn Inga Hersteinsdóttir með 5 atkvæðum en 2 sátu hjá.

2. Kosningar samkvæmt 51. grein bæjarmálasamþykktar.
a) Skoðunarmenn bæjarreikninga voru kjörnir samhljóða:
Hörður Felixson, Sævargörðum 9,
Guðmundur Einarsson, Víkurströnd 14,
Til vara voru kjörnir samhljóða:
Guðmar Marelsson, Melabraut 38,
Ágúst Einarsson, Fornaströnd 19.

b) Í kjörstjórn voru kjörnir samhljóða:
Ingi R Jóhannsson, Sævargörðum 2,
Halldór Árnason, Víkurströnd 11,
Bolli Thoroddsen, Sæbraut 6.
Til vara voru kjörnir samhljóða:
Daníel Ingólfsson, Lindarbraut 2,
Hjörtur Nielsen, Tjarnarmýri 10,
Daníel Gestsson, Vallarbraut 3.

3. Lagðar voru fram fundargerðir Skólanefndar Seltjarnarness 87. fundar dagsett 15 maí 2001 og var hún í 2 liðum, 88. fundar dagsett 22. maí 2001 og var hún í 2 liðum og 89. fundar dagsett 29. maí 2001 sem var í 3 liðum.
Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi tillögu á bæjarstjórnarfundi 13. júní 2001 í tengslum við 89. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness frá 29. maí.
“Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að gert verði ráð fyrir kostnaði við mötuneyti í Mýrarhúsaskóla á næsta fjárhagsári, þ.e. 2002.”

Greinargerð:
Í áætlunum Mýrarhúsaskóla fyrir næsta ár er nú gert ráð fyrir að greitt verði fyrir sérstaka næðisstund/hádegisstund í Mýrarhúsaskóla. Nú er í fyrsta skipti nestistíminn í hádeginu ekki tekinn af lögbundnum kennslustundum. Bæjarstjórn Seltjarnarness álítur að þetta sé fyrsta skrefið í þeirri þróun að bjóða nemendum Mýrarhúsaskóla upp á sambærilega þjónustu og nú þegar er veitt í leikskólum bæjarins og í Valhúsaskóla.
  Sunneva Hafsteinsdóttir  Sigrún Benediktsdóttir
   (sign)     (sign)

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Jónmundur Guðmarsson, Sigrún Benediktsdóttir og Jens Pétur Hjaltested.
Fundargerðir 87. og 88. fundar gáfu ekki tilefni til samþykktar en fundargerð 89. fundar ásamt tillögu Neslistans var vísað til fjárhags og launanefndar.

4. Lögð var fram fundargerð 766. fundar Byggingarnefndar Seltjarnarness dagsett 6. júní 2000 og var hún í 8 liðum.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5. Lögð var fram fundargerð 33. fundar Æskulýðs- og Íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 1. júní 2001 og var hún í 2 liðum.
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram fundargerð 5. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsett 21. maí 2001 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Lögð var fram fundargerð 267. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 29. maí 2001 og var hún í 12 liðum.
Til máls tóku: Erna Nielsen, Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigrún Benediktsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. 14. fundar dagsett 27. apríl 2001 og var hún í 6  liðum, 15. fundar dagsett 2. maí 2001 og var hún í 2 liðum og fundargerð 16. fundar dagsett 25. maí 2001 og var hún í 8 liðum.
Til máls tóku Erna Nielsen og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

9. Lögð var fram fundargerð 142. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 30. maí 2001 og var hún í 5 liðum.
Einnig var lögð fram fyrsta útgáfa af Staðardagskrá 21 samkvæmt lið  13 á dagskrá þessa fundar.

Til máls tóku Jens Pétur Hjaltested og Sigurgeir Sigurðsson.
Bæjarstjórn færir Umhverfisnefnd og starfsmönnum við gerð Staðardagskrár 21 fyrir Seltjarnarneskaupstað þakkir fyrir mjög vel unnin störf.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar en tillögunni að Staðardagskrá 21 var vísað til næsta fundar.

10. Lögð var fram fundargerð 231. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dagsett 18. maí 2001 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku: Erna Nielsen, Sigurgeir Sigurðsson, Sigrún Benediktsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11. Lögð var fram fundargerð 53. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og var hún í 8. liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12. Lögð var fram fundargerð Undirbúningsfundar fyrir stofnun samstarfsráðs fyrir höfuðborgarsvæðið dagsett 26. apríl 2001 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13. Erindi:
a) Lagt fram bréf dagsett 6. júní 2001 frá Starfsmannafélagi Seltjarnarness þar sem fram kemur að fulltrúar félagsins í starfsmenntunarsjóði eru Grétar Vilmundarson og Lilja Sveinsdóttir.

14. Bæjarstjóri lagði fram afrit af bréfi Fjármálaráðuneytisins til Eflingar dagsett 11. maí 2001 þar sem samninganefnd ríkisins gerir grein fyrir breytingum á kjarasamningi ríkissjóðs og Eflingar – stéttarfélags frá 27. maí 2000.
Breytingarnar voru samþykktar samhljóða og verða teknar upp í samningum Seltjarnarnesbæjar og Eflingar.

15. Bæjarstjóri skýrði fundarmönnum frá því að tilboð hafa verið opnuð í Hrólfskálaland.
Niðurstöður tilboða verða kynntar síðar.

 

Fundi slitið kl. 18:02.


Stefán Bjarnason.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?