Fara í efni

Bæjarstjórn

24. maí 2017

Miðvikudaginn 24. maí 2017  kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS),  Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson  setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 60. fundar Skipulags- og umferðarnefndar lagt fram ásamt tillögu að deiliskipulagi vestursvæða og tillögu að deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 60  voru borin upp til staðfestingar:

    Mál.nr.
    2013060016
    Heiti máls: Vestursvæði deiliskipulagsbreyting.
    Lýsing: Uppfærð svör við athugasemdum lögð fram.
    Afgreiðsla: Samþykkt að senda til bæjarstjórnar til staðfestingar i samræmi við skipulagslög 123/2010.
    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar með 7 atkvæðum.

    Mál.nr.
    2014110033
    Heiti máls: Valhúsahæð og grannsvæði tillaga um deiliskipulag.
    Lýsing: Uppfærð greinargerð lögð fram eftir athugasemdir frá Skipulagsstofnun.
    Afgreiðsla:  Nefndin leggur til eftirfarandi breytingu í kafla 3.4:
    Á lóðum parhúsanna Kirkjubraut 4-18 er veitt heimild skv. deiliskipulagi þessu til að reisa sólstofur út frá stofurýmum, mest 4,0 m frá aðalbyggingu og mest 18 m2 að grunnfleti.
    Samþykkt að senda til bæjarstjórnar til staðfestingar i samræmi við skipulagslög 123/2010.
    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar með 7 atkvæðum.
    Til máls tóku: GAS, ÁH, MÖG,  BTÁ
  2. Fundargerð 51. fundar Bæjarráðs.
    Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni sem er 11 tl. eru staðfestar samhljóða.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Bæjarráðs nr. 51  voru borin upp til staðfestingar:

    Málsnúmer 2015080012.
    Bókasafn Seltjarnarness.
    Bæjarstjóri kynnti endurnýjun á samningi fyrir húsnæði bókasafnsins merkt 111-0201 á 2. hæð að Eiðistorgi 11
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða, 1. tl. fundargerðar 51.

    Málsnúmer 2017050236.
    Framlenging á sorphirðursamningi.
    Bæjarstjóri kynnti endurnýjun á samningi fyrir sorphirðu á Seltjarnarnesi.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða, 2. tl. fundargerðar 51.

    Málsnúmer 2017030121.
    Björgunarsveitin Ársæll.
    Bæjarstjóri lagði fram drög að samningi við sveitina. Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða, 3. tl. fundargerðar 51.

    Málsnúmer 2017030006.
    Íþróttafélagið Grótta 50 ára.
    Bæjarstjórn samþykkir, 7. tl. fundargerðar 51, viðauka 2 við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 3.500.000,- vegna Íþróttafélagsins Gróttu. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness 06 820 9910 og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða, 7. tl. fundargerðar 51.
    Til máls tóku: GAS, ÁH, MÖG, ÁE
  3. Fundargerð 413. fundar Fjölskyldunefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða, 3. tl. fundargerðar 413.
    Til máls tóku: ÁE, GAS, ÁH
  4. Fundargerðir 374. og 375. fundar stjórnar SORPU bs.
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  5. Fundargerð 443. fundar stjórnar SSH.
    Fundargerðin lögð fram.
  6. Tillögur og erindi:
    a)  Lögð var fram beiðni um lengri opnunartíma Örnu ís – og kaffibars á Eiðistorgi.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða erindið til eins árs.
    Til máls tóku: ÁE, GAS, ÁH,SEJ

Fundi var slitið kl.: 17:18

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?