14. nóvember - 7. desember
Til baka í yfirlit
Vatnslitafélag Íslands opnar nú sjöttu árlegu samsýningu sína.
Sagt er að allt sé breytingum háð og fátt beri þess betur vitni en árstíðirnar. Hin stöðuga áminning um framrás tímans speglast vel í árstíðunum fjórum. Mitt í hinum mjúku átökum ljóss og skugga stendur maðurinn og ferðast með vitund sína um lífsins veg og litróf árstíðanna.
Vatnslitafélag Íslands opnar nú sjöttu árlegu samsýningu sína Árstíðir í Gallerí Gróttu.
Vatnslitafélagið var stofnað í febrúar 2019. Eins og nafnið gefur til kynna þá er félagið opið öllum sem stunda vatnslitamálun. Félagar eru nú 260 talsins á aldrinum 29 til 98 ára og eru ýmist atvinnumenn eða áhugamenn í listinni. Tilgangur félagsins er að efla stöðu vatnslitamálunar og stuðla að samvinnu félagsmanna á því sviði. Félagið stendur fyrir listviðburðum með fjölbreyttri fræðslu og sýningarhaldi.
Sýningin er opin mán - fim kl. 10-18:30, fös 10-17 og lau 11-14.
Síðasti sýningardagur er 7. desember.