Fara í efni

Mótsögnin í málverkinu í Gallerí Gróttu

GALLERÍ GRÓTTA SÝNINGAROPNUN Jón B. K. Ransu myndlistarmaður sýnir Mótsögnin í málverkinu. Sýningin samanstendur af tveimur verkum sem eiga það sameiginlegt að snúast um málverk sem leita út fyrir rammann. Sýningin stendur til 9. nóvember

GALLERÍ GRÓTTA SÝNINGAROPNUN

Jón B. K. Ransu myndlistarmaður opnar sýningu sína Mótsögnin í málverkinu.
Sýningin samanstendur af tveimur verkum sem eiga það sameiginlegt að snúast um málverk sem leita út fyrir rammann.
Röðun er myndröð þar sem hvert málverk er framhald af öðru málverki sem jafnframt leiðir yfir í enn annað málverk og kallar þannig út fyrir sig.
Djöggl er myndröð þar sem form innan ramma málverksins mynda samtal við form sem eru utan hans.
Röðun og Djöggl snerta þannig takmörk þess sem er fyrir innan og utan rammann, sem eru, á einhverjum skilum, samtvinnuð.
Sýningin er opin mán-fim kl. 10-18:30, föstudaga kl. 10-17 og laugardaga kl. 11-14
Síðasti sýningardagur er 9. nóvember 2024.
Til baka í yfirlit
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?