24. ágúst - 14. september
Til baka í yfirlit
Verið velkomin á opnun sýningarinnar Ótemja á Menningarnótt 24. ágúst kl. 14.
Listamenn sýningarinnar eru Dagmar Atladóttir, Elín Anna Þórisdóttir og Guðný Rúnarsdóttir.
Sýningin Ótemja kannar hugmyndir í kringum hið „villta" og birtingarmynd þess innan lista, feminisma, náttúru og fagurfræði. Hið ótamda kallar ósjálfrátt á ákveðna skautun (polarization) sem afhjúpar hugmyndir okkar um menningu og atferli um leið og það þrýstir á mörk væntinga og ástands. Enn fremur krefst hið ótamda þess að við metum hugmyndir okkar um fegurð, krafta og frelsi á nýjan eða annan hátt.
Listamenn sýningarinnar eru Dagmar Atladóttir, Elín Anna Þórisdóttir og Guðný Rúnarsdóttir. Í verkum sýningarinnar kanna listamennirnir hugmyndir sem varða hið ótamda út frá mismunandi sjónarhornum og í gegnum mismunandi listform.
Sýningin er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins.
Síðasti sýningardagur er laugardagurinn 14. september nk.