Vegna kjörsins óskar ÍTS eftir tilnefningum frá íbúum á Seltjarnarnesi um íþróttamann sem sýnt hefur framúrskarandi árangur í íþróttagrein sem fellur undir starfsemi Íþrótta- og ólymíusambands Íslands.
Með tilnefningu til íþróttamanns Seltjarnarness þarf að fylgja ítarlegur rökstuðningur. Athugið að aðeins þeir sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi geta verið tilnefndir, óháð hvar íþróttin er stunduð. Nánar um reglur um kjör íþróttamanns Seltjarnarness
Styrkur úr Afreksmannasjóði
ÍTS óskar einnig eftir umsóknum um styrk úr Afreksmannasjóði íþróttamanna á Seltjarnarnesi. Með umsóknum skal leggja ítarlega greinagerð um umsækjandann. Nánar um úthlutun afreksmannastyrkja.
Tilnefningar til íþróttamanns Seltjarnarness 2024 og umsóknir úr afreksmannasjóði skal senda á netfangið haukur@seltjarnarnes.is fyrir 13. janúar nk.