Fara í efni

armatura í Gallerí Gróttu

Sara Oskarsson sýnir verk sín í Gallerí Gróttu.

Sara Oskarsson ( f. 1981) útskrifaðist með B.A. gráðu í listmálun frá Edinburgh College of Art í Skotlandi árið 2012 og hefur starfað sem listamaður í meira en tvo áratugi. Hún hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum.

 

Fjallað hefur verið um verkin hennar í Telegraph dagblaðinu í Bretlandi og á Arte.Tv í Frakklandi, Þýskalandi og Austur Evrópu. Verkin hafa selst til listaverkasafnara um allan heim. Árið 2013 hlaut verk eftir Söru tilnefningu til Art Gemini Prize verðlaunanna í Bretlandi. Sara er með vinnustofu að Hverfisgötu 14 í Reykjavík.

 

."...Málverkið er miðill sem ég trúi takmarkalaust á. Málverkið er tilraunastofa lífs míns.

Málning, kopar, brons, járn, lakk, blek, blýantur, penni, vax. Endalausar rannsóknir. Endalausar uppfinningar...."

 

Sara Oskarsson um sýninguna ‘armatura’.

 

Sýningu lýkur 17. ágúst 2024.

Til baka í yfirlit
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?