Fara í efni

Áramótabrenna á Valhúsahæð kl. 20:30

Seltjarnarnesbær stendur fyrir brennu á gamlárskvöld og býður upp á tónlist því trúbadorinn Arnar Friðriks mun syngja og stýra fjöldasöng fyrir brennugesti. Sjáumst tímanlega og kveðjum gamla árið vel útbúin og í hátíðarskapi á Valhúsahæð. Birt með fyrirvara um veður í lagi.

Seltjarnarnesbær stendur fyrir áramótabrennu á Valhúsahæð á gamlárskvöld og verður kveikt í henni stundvíslega kl. 20:30.

Trúbadorinn Arnar Friðriks frá Trúbba mætir með gítarinn sinn til okkar á Nesið og ætlar að syngja og stýra fjöldasöng við brennuna. Tekin verða öll helstu gömlu og góðu íslensku lögin sem flestir þekkja og geta því tekið vel undir. 
                                                                       

Brennugestir eru minntir á hlífðargleraugun og að óheimilt er að skjóta upp flugeldum og blysum við brennuna. Vegna öryggis- og umhverfissjónarmiða verður ekki flugeldasýning við brennuna.
                                                                                                            

Seltjarnarneskirkja býður upp á heitt súkkulaði og tónlist frá kl. 20:00 - 22:30 og eru allir brennugestir sem og aðrir velkomnir að kíkja við í kirkjunni.

Athugið að brennan er auglýst með fyrirvara um að veður verði í lagi en fari vindur yfir 10 m/sek er óheimilt að halda brennu. Fari svo að aflýsa þurfi brennunni vegna veðurs verður það tilkynnt sérstaklega hér á heimasíðunni og á FB síðu bæjarins.

Sjáumst sem flest í hátíðarskapi á Valhúsahæð á gamlárskvöld.

Til baka í yfirlit
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?