Heilbrigðisráðherra hefur samið við Vigdísarholt ehf., einkahlutafélag í eigu ríkisins um rekstur á nýja hjúkrunarheimilinu á Seltjarnarnesi en skrifað var undir viljayfirlýsingu þeirra á milli í dag.
Í dag samdi Heilbrigðisráðherra við Vigdísarholt ehf., einkahlutafélag í eigu ríkisins um rekstur á nýja hjúkrunarheimilinu á Seltjarnarnesi er skrifað var undir viljayfirlýsingu þeirra á milli.
Fyrir liggur að Seltjarnarnesbær mun afhenda hjúkrunarheimilið fullfrágengið fyrir næstu mánaðamót. Samkvæmt viljayfirlýsingunni tryggir heilbrigðisráðuneytið greiðslur fyrir rekstri 40 hjúkrunarrýma af hálfu Sjúkratrygginga Íslands frá 1. febrúar nk., en gert er ráð fyrir að það geti tekið allt að þrjá mánuði að koma heimilinu í fullan rekstur.
Vigdísarholt ehf. mun einnig taka að sér rekstur dagdvalarrýma í bæjarfélaginu, en stefnt er að því að fjölga þeim töluvert. Fyrsta skrefið er áætlað í sumar þegar gert ráð fyrir að þau níu dagdvalarrými sem nú eru rekin á Skólabraut og þjónusta þeim tengd muni flytjast í nýja hjúkrunarheimilið.
Seltjarnarnesbær fagnar þessari viljayfirlýsingu og bíður nýja rekstraraðila velkomna á Seltjarnarnes og hlakkar til samstarfsins á komandi árum.