Fara í efni

Vigdísarholt ehf. mun reka hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi

Heilbrigðisráðherra hefur samið við Vigdísarholt ehf., einkahlutafélag í eigu ríkisins um rekstur á nýja hjúkrunarheimilinu á Seltjarnarnesi en skrifað var undir viljayfirlýsingu þeirra á milli í dag.

Hjúkrunarheimilið

Í dag samdi Heilbrigðisráðherra við Vigdísarholt ehf., einkahlutafélag í eigu ríkisins um rekstur á nýja hjúkrunarheimilinu á Seltjarnarnesi er skrifað var undir viljayfirlýsingu þeirra á milli. 

Fyr­ir ligg­ur að Seltjarn­ar­nes­bær mun af­henda hjúkr­un­ar­heim­ilið full­frá­gengið fyr­ir næstu mánaðamót. Sam­kvæmt vilja­yf­ir­lýs­ing­unni trygg­ir heil­brigðisráðuneytið greiðslur fyr­ir rekstri 40 hjúkr­un­ar­rýma af hálfu Sjúkra­trygg­inga Íslands frá 1. fe­brú­ar nk., en gert er ráð fyr­ir að það geti tekið allt að þrjá mánuði að koma heim­il­inu í full­an rekst­ur.

Vigdísarholt ehf. mun einnig taka að sér rekst­ur dagdval­ar­rýma í bæj­ar­fé­lag­inu, en stefnt er að því að fjölga þeim tölu­vert. Fyrsta skrefið er áætlað í sumar þegar gert ráð fyrir að þau níu dagdvalarrými sem nú eru rekin á Skólabraut og þjónusta þeim tengd muni flytjast í nýja hjúkrunarheimilið.

Seltjarnarnesbær fagnar þessari viljayfirlýsingu og bíður nýja rekstraraðila velkomna á Seltjarnarnes og hlakkar til samstarfsins á komandi árum.


 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?