Fara í efni

Viðhald á sjóvarnargörðum

Í tilkynningu frá Gísla Hermannssyni, sviðsstjóra umhverfissviðs Seltjarnarness kemur fram að nú standa yfir viðgerðir á sjóvarnargarðinum við Snoppu og hafnargarðinum  við Smábátahöfnina.

Í tilkynningu frá Gísla Hermannssyni, sviðsstjóra umhverfissviðs Seltjarnarness kemur fram að nú standa yfir viðgerðir á sjóvarnargarðinum við Snoppu og hafnargarðinum  við Smábátahöfnina.

Að sögn Gísla hefur sjóvarnargarðurinn við Snoppu látið á sjá vegna vonskuveðra í vetur.  Kvarnast hefur verulega upp úr honum á nokkrum stöðum og grjót gengið upp á göngustíga. Næstu daga verður því unnið að lagfæringu hans. Þá stendur fyrir dyrum að lagfæra skarð sem myndaðist í hafnargarðinum við smábátahöfnina í vonskuveðri fyrr í vetur.

Við lagfæringarnar er notast við jarðefni sem hefur ekki verið meðhöndlað með efnum og þess er einnig gætt að það stingi ekki í stúf við það grjót sem fyrir er.

Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig ágangur sjávar og vinda hefur sorfið úr görðunum. 

Sjóvarnargarðar 3

Sjóvarnargarðar 2

Sjóvarnargarðar 3

Sjóvarnargarðar - Snoppa



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?