Fara í efni

Viðbragðsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir neyðarstig virkjuð

Í ljósi þess að fyrstu innanlandssmitin vegna Covid-19 veirunnar hafa verið staðfest hefur ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni fært stig almannavarna af hættustigi á neyðarstig.

Í ljósi þess að fyrstu innanlandssmitin vegna Covid-19 veirunnar hafa verið staðfest hefur ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni fært stig almannavarna af hættustigi á neyðarstig.

Neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar kom saman klukkan 11.00 í dag,  þar sem viðbragðsáætlun bæjarins fyrir neyðarstig var virkjuð. Í samræmi við viðbragðsáætlanir verða stjórnendur Seltjarnarnesbæjar upplýstir um það.

Þjónusta bæjarins sem og stjórnskipulag mun að flestu leyti haldast óbreytt. Helsta breytingin snýr að fjölskyldusviði sem mun loka þeim starfsstöðum og starfseiningum sem viðkvæmir einstaklingar sækja. Staðan er metin daglega og hugsanlega verða nýjar ákvarðanir um breytta þjónustu teknar á næstu dögum.

Sóttvarnarlæknir hefur ekki gefið út samkomubann þrátt fyrir neyðarstig almannavarna og ekki er mælt með að fella niður íþróttaviðburði eða mannamót, að svo komnu máli. Líkt og áður er íbúum og starfsfólki bæjarins ráðlagt að fylgjast með fyrirmælum sóttvarnarlæknis og almannavarna og upplýsingum á www.landlaeknir.is

Neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar mun funda eins oft og nauðsyn krefur. 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?