Fara í efni

VETRARHÁTÍÐ ÁSELTJARNARNESI 2. - 5. FEBRÚAR 2017

Vetrarhátíð verður haldin hátíðleg helgina 2. – 4. febrúar.
Vetrarhátíð verður haldin hátíðleg helgina 2. – 4. febrúar.
Vetrarhátíð er haldin hátíðleg um allt höfuðborgarsvæðið og fara Seltirningar ekki varhluta af því. Við setningu hátíðarinnar, síðdegis fimmtudaginn 2. febrúar, verða fjölmargar byggingar og mannvirki á Nesinu lýstar upp með grænum og fjólubláum ljósum sem eru einkennislitir hátíðarinnar. 

Föstudaginn 3. febrúar verður hátíð í Bókasafni Seltjarnarness með undirliggjandi draugaþema og laugardaginn 4. febrúar verður Sundlaug Seltjarnarness lýst upp með lifandi kyndlum og boðið upp á lifandi tónlist, dans, vatnabolta og margt fleira.
Allt frítt!

Þorir þú á Safnanótt í Bókasafni Seltjarnarness?
DRAUGAnammi – DRAUGAbækur – DRAUGAgangur
DRAUGAsögur – DRAUGAföndur – DRAUGAhellir


Föstudaginn 3. febrúar kl. 18.00 – 23.00
18.00 –19.00 Draugasögur í myrkrinu
Draugasögur sagðar og farið í draugaleiki í dimmum draugahelli þar sem draugar sveima allt um kring

18.15 og 22.30 Albert vitavörður í Gróttu
Sýnt verður einstakt myndskeið eftir Þránd Thoroddsen um störf Alberts Þorvarðarsonar síðasta vitavarðar í Gróttu.

18.15 -21.00 Vitasmiðja og draugagrímur
Börnin búa til vita sem getur lýst leiðina heim og draugagrímur. Allur efniviður á staðnum.

19.00 Blokkflautugengið hans Kára
Fimmtíu blokkflautuleikarar frá Tónlistarskóla Seltjarnarness undir stjórn Kára Húnfjörð láta ljós sitt skína.

20.00 og 21.00 Aldrei einn...! Albert og draugarnir í Gróttu
Arndís Hrönn Egilsdóttir leikari leikles og deilir með gestum sögum um Albert vitavörð í Gróttu, en staðurinn var á sínum tíma talinn eitt alræmdasta draugabæli á Suðurlandi.

20.30 og 22.00 Leiðsögn í Gallerí Gróttu
Anna Júlía Friðbjörnsdóttur segir frá sýningu sinni þar sem saman fléttast auglýsingar úr breskum einkamáladálkum og ljósmyndir af aldargömlum rómverskum höggmyndum.

21.30 Kvartettinn Kurr
Þekktir jass-standardar í flutningi Völu Guðna söngkonu ásamt, Helgu Laufeyju Finnbogadóttur píanóleikara, Guðjóni Steinari Þorlákssyni kontrabassaleikara og Erik Qvick trommuleikara.

Sundlauganótt í Sundlaug
Seltjarnarness
Viltu veltast um í vatnaboltum, syngja, rifja upp danstakta eða bara slaka á með lifandi ljóskyndla allt umlykjandi?


Laugardaginn 4. febrúar kl. 18.00 – 23.00
18.00 - 19.00 Vatnabolta. Einstakt tækifæri til að komast ókeypis í vatnaboltana og veltast um að vild.
19.00 - 20.00 Söngatriði Selsins. Ungmenni frá Seltjarnarnesi halda uppi fjörinu.
20.00 - 21.00 Zumba. Vatnazumba hentar öllum, ungum sem öldnum. Dúndrandi stemning og stuð.
21.00 - 22.00 Sundlaugaflot.Seltjarnarneslaug er orðin þekkt fyrir sundlaugaflotið. Notalegt að láta líða úr sér þegar dagur er að kveldi kominn.
22.00 - 23.00 Diskó. Diskóstemning fyrir alla ofan í vatni eða uppi á bakka.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?