Fara í efni

Verkfall Eflingar veldur röskun á skólastarfi í Valhúsaskóla fimmtudaginn 12. mars

Hversu mikil röskunin verður fer eftir því hvort að samningsaðilar ná saman í dag eða kvöld eða ekki. Sjá nánar hér í tilkynningunni. Frekari upplýsingar um framhaldið verða senda út á morgun og foreldrar hvattir að fylgjast með fréttum.

Verkfall Eflingar sem staðið hefur frá því á hádegi mánudaginn 9. mars mun valda röskun á skólastarfi Valhúsaskóla á morgun fimmtudag sem hér segir: 

Ef samningsaðilar ná saman í dag eða í kvöld verður skólahald sem hér segir:

7., 8. og 10. bekkur mætir í skólann kl. 11:00 og lýkur skóladeginum.
9. bekkur mætir í samræmt próf kl. 8:30, tekur samræmd próf í ensku og lýkur skóladeginum.

Ef samningar nást ekki í dag eða í kvöld verður skólahald sem hér segir:
7., 8. og 10. bekkur mætir ekki í skólann.
9. bekkur mætir í samræmt próf kl. 8:30, tekur samræmd próf í ensku og fer síðan heim.

Frekari upplýsingar um framhaldið verða sendar á morgun og eru foreldrar jafnframt hvattir til að fylgjast vel með fréttum.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?