Góð mæting var á íbúafund, sem bærinn hélt með Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra og yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í apríllok þar sem kynntar voru tölulegar upplýsingar um afbrot, hraðakstur og fleira sem tengist störfum lögreglunnar á Seltjarnarnesi. Í gögnum lögreglunnar kemur fram að mælanlegir þættir hafi almennt horfið til hins betra á milli áranna 2015 og 2016. Á fundinum gafst einnig tækifæri til að spyrja lögreglustjóra um almenna löggæslu á svæðinu og koma með ábendingar.
Á fundinum var einnig upplýst að öryggismyndavélar bæjarins við bæjarmörkin hafa marg oft komið að góðu gagni við rannsókn mála. Einnig að lögreglan keyri reglulega um Nesið á ómerktum bílum fyrir utan fastar ferðir á merktum bílum. Nánast allar tölur lögreglunnar sýna að ástand mála á Nesinu er mjög gott borið saman við önnur bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Alltaf má mó þó gera betur og því er fólk hvatt til þess að gefa því sérstaklega gaum ef það verður vart við ferðir ókunnugara eða grunsamlegar ferðir ökutækja.
Lögreglan hvetur íbúa til þess að láta vita ef því finnst það upplifa eitthvað grunsamlegt, en best er að gera slíkt í gegnum skilaboð á Facebooksíðu lögreglunnar. www.facebook.com/logreglan og abendingar@lrh.is