Fara í efni

Vefur Seltjarnarnesbæjar skorar hæst

Vefur Seltjarnarnesbæjar skorar hæst sveitarfélagsvefja í nýrri úttekt innanríkisráðuneytisins og Sambandis íslenskra sveitarfélaga þar sem rýnt var í stöðu á innihaldi, nytsemi, aðgengi og rafrænni þjónustu á vefnum.
Vefur Seltjarnarnesbæjar
Vefur Seltjarnarnesbæjar skorar hæst sveitarfélagsvefja í nýrri úttekt innanríkisráðuneytisins og Sambandis íslenskra sveitarfélaga þar sem rýnt var í stöðu á innihaldi, nytsemi, aðgengi og rafrænni þjónustu á vefnum. 

Niðurstöðurnar voru kynntar í gær undir yfirskriftinni Hvað er spunnið í opinbera vefi? 

Seltjarnarnesbær hlaut 94 stig af 100 mögulegum en næstu fjórir vefir þar á eftir hlutu 87 og 88 stig. Úttektin sem um ræðir er framkvæmd annað hvert ár og var nú gerð í sjötta sinn. Tilgangur hennar er að greina stöðu opinberra vefja á landinu og að veita heildstæða yfirsýn yfir það hvernig opinberir vefir uppfylla fyrrgreind skilyrði og gera opinberum aðilum grein fyrir stöðu sinni í samanburði við aðra. 

Markmið er enn fremur að meta hvernig vefir hins opinbera standa og styðja við þróun rafrænnar þjónustu í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar: Vöxtur í krafti netsins - stefna um upplýsingasamfélagið 2013 –2016. Í ár voru teknir út 255 vefir, þar af 71 sveitarfélagsvefur

Niðurstöðurnar í heildi sinni má sjá á upplýsingatæknivef innanríkisráðuneytisins:  http://www.ut.is/media/utvefur/hesiov2015-skyrsla.pdf

UT - vefurinn - Vefur um upplýsingatækni



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?