Fara í efni

UPPTAKTURINN 2018 - Tónsköpunarverðlaun ungmenna

Nýverið var blásið til leiks í Upptaktinum, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna sem er samstarfsverkefni Barnamenningarhátíðar, Hörpu og Listaháskóla Íslands. Upptakturinn snýst um að öll börn á aldrinum 10-15 ára á höfuðborgarsvæðinu gefst kostur á að setja saman og senda inn tónsmíð eða drög að tónsmíð algjörlega óháð tónlistarstíl fyrir 12. febrúar nk. Foreldrar eru eindregið hvattir til að vekja athygli sinna barna á Upptaktinum því þetta er í fyrsta sinn sem að ungmennum á Seltjarnarnesi gefst tækifæri til að vera með. Nánari upplýsingar hér í fréttinni auk þess sem kennarar í Tónlistarskólanum og starfsfólk í Frístundinni og Selinu geta veitt upplýsingar og aðstoð.

Nýverið var blásið til leiks í Upptaktinum, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna sem er samstarfsverkefni Barnamenningarhátíðar, Hörpu og Listaháskóla Íslands. Upptakturinn snýst um að öll börn á aldrinum 10-15 ára á höfuðborgarsvæðinu gefst kostur á að setja saman og senda inn tónsmíð eða drög að tónsmíð algjörlega óháð tónlistarstíl fyrir 12. febrúar nk. Dómnefnd skipuð fagaðilum og atvinnutónlistarmönnum velur 12 verk úr innsendum hugmyndum og verða þau verk fullunnin af ungmennunum sjálfum í vinnustofu í Hörpu með aðstoð tónskálda og fagfólks í tónlist og fer sú vinnustofa fram í mars. Þriðjudaginn 17. apríl verða tónverkin flutt af atvinnuhljóðfæraleikurum á metnaðarfullri og glæsilegri tónleikadagskrá í Silfurbergi í Hörpu og eru hluti af Barnamenningarhátíðinni. Öll verkin sem flutt verða á tónleikunum hljóta veglegt tónlistaregg, tónsköpunarverðlaunin Upptaktinn 2018 sem hannað er af Ingu Elínu listakonu. Upptakturinn hefur verið haldinn fyrir ungmenni í Reykjavík síðan árið 2012 en þetta er í fyrsta sinn sem öðrum börnum á höfuðborgarsvæðinu gefst kostur á að taka þátt. Seltjarnarnesbær ákvað að börn á Seltjarnarnesi fengju tækifæri til að nýta sér það og er því þátttakandi í þessu verkefni. Við eigum svo mikið af hæfileikaríkum krökkum hér á Nesinu og því eru foreldrar eindregið hvattir til að vekja athygli sinna barna á Upptaktinum og hvetja þau til þátttöku. Nemendur geta leitað ráða hjá kennurum í tónlistarskólanum og starfsfólkinu í Frístundinni og Selinu sem hafa allar upplýsingar og eru reiðubúin að aðstoða og hvetja. Ítarlegar upplýsingar um Upptaktinn á íslensku og ensku má finna á heimasíðu Hörpu: www.harpa.is/upptakturinn og facebooksíðu: https://www.facebook.com/Upptakturinn Þar má líka sjá ýmiss myndbönd meðal annars með þeim Ragheiði Maríu og Guðlaugu Fríðu í hljómsveitinni RuGl sem er vel þekkt og hefur einmitt farið alla leið í Upptaktinum.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?