Fara í efni

Upplýsingar vegna boðaðra verkfallsaðgerða Sameykis og Eflingar frá 9. mars og hafa áhrif á þjónustu Seltjarnarnesbæjar

Verkföllin eru ýmist tímabundin eða ótímabundin og munu hafa áhrif á þjónustu og starfsemi stofnana Seltjarnarnesbæjar. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með fjölmiðlum og heimasíðu bæjarins. Sjá nánar:

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu og Efling hafa boðað til verkfalls frá og með mánudeginum 9. mars. Verkföllin eru ýmist tímabundin eða ótímabundin og munu hafa margvísleg áhrif á þjónustu og starfsemi stofnana Seltjarnarnesbæjar, mismunandi eftir aðstæðum og dögum. 

Eindregið er vonast til að samningsaðilar nái samkomulagi þannig að ekki komi til skerðingar á þjónustu bæjarfélagsins en gerist það ekki þá eru hér helstu upplýsingar um fyrstu áhrif verkfallsaðgerðanna hefjist þau á mánudaginn 9. mars. Íbúar og starfsmenn eru hvattir til að fylgjast vel með fjölmiðlum auk þess sem tilkynningar verða settar inn á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar eftir því sem mál þróast á hverjum degi og þar til semst. 

Félagsþjónusta Seltjarnarnesbæjar:


Leikskóli Seltjarnarness:


Grunnskóli Seltjarnarness:
  • Komi til verkfalls félagsmanna Sameykis og Eflingar mun það hafa mikil áhrif á starfsemi grunnskólans. 
  • Kennt verður samkvæmt stundaskrá mánudaginn 9. mars en í kjölfarið má búast við skertum skóladögum.
  • Nánari upplýsingar eru hér í meðfylgjandi bréfi sem sent hefur verið út til foreldra og forráðamanna. 
  • Útsent bréf: Upplýsingar vegna boðaðra verkfalla - Grunnskóli Seltjarnarness

Skjól og Frístund:

Tónlistarskóli Seltjarnarness:
  • Engin röskun verður á tónlistarkennslu Tónlistarskólans.

Félagsstarf eldri bæjarbúa:

Þjónustumiðstöð Seltjanarnesbæjar 
  • Lokað verður frá og með 9. mars vegna verkfalls félagsmanna Sameykis og Eflingar.
  • Neyðarþjónusta verður veitt vegna veitna Seltjarnarnesbæjarins

Sundlaug Seltjarnarness:
  • Lokað verður í sundlauginni mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars komi til verkfalls Sameykis.

Bókasafn Seltjarnarness:
  • Lokað verður í bókasafninu frá kl. 15.00 mánudaginn 9. mars og frá kl. 16.00 þriðjudaginn 10. mars.

Bæjaskrifstofa:
  • Röskun verður á símsvörun og starfsemi þjónustuvers mánudaginn 9. og þriðjudaginn 10. mars.

Nýjar tilkynningar / fréttir verða settar inn á heimasíðuna eftir því sem tilefni gefst til. 
Fólk er ennfremur hvatt til að fylgjast með fjölmiðlum eins getið var hér í upphafi.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?