Fara í efni

Uppbygging í Bygggörðum að fara í gang! 

Ásgerður bæjarstjóri og Bjarni Torfi formaður skipulagsnefndar hittu í dag forsvarsfólk Stefnis hf. en sjóður í rekstri Stefnis keypti Landey ehf. þann 24. apríl sl. og hyggst fara í uppbyggingu á íbúðabyggð á Bygggarðasvæðinu.

bjarni Torfi Álþórsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Þorgerður Arna Einarsdóttur og Sigurður Óli HákonarsonÁsgerður bæjarstjóri og Bjarni Torfi formaður skipulagsnefndar hittu í dag forsvarsfólk Stefnis hf., þau Þorgerði Örnu Einarsdóttur og Sigurð Óla Hákonarson sem eru starfsmenn Stefnis og stjórnarmenn í Landey. 

Stefnir hf. sér um verkefnið og framkvæmd á uppbyggingu Bygggarðasvæðisins en Sjóður í rekstri Stefnis keypti Landey ehf. þann 24. apríl sl. og hyggst fara í uppbyggingu á íbúðabyggð á Bygggarðasvæðinu. 

Nú er verið að fara yfir skipulag svæðisins með áherslu á sérstöðu þess, náttúru og nánasta umhverfi. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir um leið og skipulagsvinnunni lýkur. 

Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 350 ma.kr. í stýringu. Bæjarstjóri fagnar því að þetta sé komið í fullan gang hjá nýjum eigendum.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?