Fara í efni

Tónlistarskóli Seltjarnarness á leiðinni í Eldborg

Bæði atriði Tónlistarskóla Seltjarnarness, sem tóku þátt í Nótunni, komust í úrslitakeppni og eru á leiðinni í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 10. apríl þar sem sigurvegari Nótunnar verður krýndur
Bæði atriði Tónlistarskóla Seltjarnarness, sem tóku þátt í Nótunni, komust í úrslitakeppni og eru á leiðinni í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 10. apríl þar sem sigurvegari Nótunnar verður krýndur.
 
Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness

Annars vegar er um að ræða Lúðrasveitina, sem keppti í flokki nemenda í grunnnámi með laginu Já, nú er lag, eftir Kára H. Einarsson stjórnanda sveitarinnar og skólastjóra skólans og hins vegar atriði í opnum flokki þar sem Eva Kolbrún Kolbeins, Melkorka Gunborg Briansdóttir, Stefanía Helga Sigurðardóttir og Þóra Birgit Bernódusdóttir fluttu lagið White Winther Hymnal, sem hljómsveitinni Fleet Foxes er þekkt fyrir.

Eva Kolbrún Kolbeins, Melkorka Gunborg Briansdóttir, Stefanía Helga Sigurðardóttir og Þóra Birgit Bernódusdóttir

Keppnin var haldin í Salnum í Kópavogi  Svæðistónleikar NÓTUNNAR fyrir Kragann, Suðurland og Suðurnes voru haldnir í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 13. mars síðastliðinn, en Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskóla á Íslandi en alls voru það 23 atriði sem kepptu um 7 sæti á lokahátíðinni í Hörpu í apríl.

NÓTAN - uppskeruhátíð tónlistarskóla er samstarfsverkefni Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Samtaka tónlistarskólastjóra, Tónastöðvarinnar, Töfrahurðar og Tónlistarsafns Íslands. Á Nótunni 2016 bættist Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í hóp samstarfsaðila. Þátttakendur eru frá öllu landinu og efnisskráin endurspeglar ólík viðfangsefni tónlistarnemenda á öllum stigum tónlistarnáms. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?