Fara í efni

Tómstundastyrkirnir á rafrænt form

Seltjarnarnesbær tekur nú við umsóknum um tómstundastyrk á rafrænum formi.

Sótt er um á Mínum síðum á vef Seltjarnarnesbæjar, en aðgangur er með rafrænum skilríkjum:

Seltjarnarnesbær tekur nú við umsóknum um tómstundastyrk á rafrænu formi.

Sótt er um á „Mínum síðum“ á vef Seltjarnarnesbæjar, en aðgangur er með rafrænum skilríkjum:


Undir flipanum „Umsóknir“ á Mínum síðum má finna sjálfa umsóknina.

Skila þarf inn sömu upplýsingum og áður, en allar upplýsingar birtast nú sjálfkrafa þegar notandi hefur valið nafn viðkomandi barns.

Aðeins þarf því að velja hvaða barn er sótt um fyrir og slá inn bankaupplýsingar.

Þannig er umsóknarferlið allt miklu skilvirkara og kemur í veg fyrir villuhættu í afgreiðslu.

Vakin er sérstök athygli á því að greiðslukvittun íþróttafélags/félagasamtaka þarf að fylgja sem rafrænt viðhengi.

 

Athugið að nú eru styrkir ekki greiddir út tvisvar sinnum á ári eins og áður, heldur nokkrum dögum eftir umsókn (hámark 2 vikur).

Vonandi mun þetta nýja ferli auðvelda foreldrum og forráðamönnum að sækja um styrkina.


Sjá Reglur um tómstundastyrki                                                                                                                                 

Nánari upplýsingar má fá á bæjarskrifstofunni, sími 595-9100.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?