Fara í efni

Tökum þátt í ALLIR LESA

Landsleikurinn ALLIR LESA er nú í fullum gangi og hafa þátttakendur lesið samtals 850 daga á þeim 14 dögum sem liðnir eru af keppninni.

Landsleikurinn ALLIR LESA er nú í fullum gangi og hafa þátttakendur lesið samtals 850 daga á þeim 14 dögum sem liðnir eru af keppninni.

Seltjarnarnes er þessa stundina í 29. sæti, sex sætum neðar en nágrannarnir í Reykjavík, og hafa lestrarhestar bæjarins lesið að meðaltali í 5,5 klukkustundir frá upphafi landsleiksins. Betur má ef duga skal og hafa aðstandendur Allir lesa sett saman stórskemmtilegt BÓKABINGÓ til að lífga upp á lestrarstundir komandi daga.

Hægt er að skrá sig til leiks fram á síðasta dag landsleiksins, sem er þann 19. febrúar. Skráning fer fram á allirlesa.is auk þess sem hægt er að fylgjast með fréttum og skemmtilegu efni á Facebook-síðu leiksins. Aðstandendur Allir lesa eru Reykjavík, bókmenntaborg Unesco og Miðstöð íslenskra bókmennta með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Heimili og skóla. 

Bókabingó


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?