Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Seltjarnarness vilja þakka bæjarbúum fyrir að hafa verið duglegir að munda skóflurnar og hjálpað þannig til við að gera allar umferðaræðar og innkeyrslur sem greiðfærastar.
Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Seltjarnarness vilja þakka bæjarbúum fyrir að hafa verið duglegir að munda skóflurnar og hjálpað þannig til við að gera allar umferðaræðar og innkeyrslur sem greiðfærastar.
Enn er unnið að mokstri en víða er 50 sm jafnfallinn snjór og því oft erfitt um vik að losa sig við snjóinn sem skafinn er af götum og stígum. Þetta getur valdið því að víða myndast háir snjóhaugar og því er fólki bent á að aka varlega um götur og haga akstri miðað við aðstæður.
Þjónustumiðstöðin óskar eftir áframhaldandi liðsinnis bæjarbúa við að halda innkeyrslum hreinum, en ekki er útlit fyrir hita í kortunum fyrr en eftir 10. desember.
Frá og með morgundeginum verður hægt að nálgast salt og sand í kerjum við þjónustumiðstöðina sem er til húsa við Austurströnd 1.