Fara í efni

Tekjulágir njóta sérstaks húsaleigustuðnings á Seltjarnarnesi

Um áramótin tóku gildi lög um húsnæðisbætur en þær taka við af húsaleigubótum. Ríkissjóður greiðir bæturnar og  tekur Vinnumálastofnun við umsóknum og annast greiðslu húsnæðisbóta. 

Tekjulágir njóta sérstaks húsaleigustuðnings á Seltjarnarnesi

Um áramótin tóku gildi lög um húsnæðisbætur en þær taka við af húsaleigubótum. Ríkissjóður greiðir bæturnar og  tekur Vinnumálastofnun við umsóknum og annast greiðslu húsnæðisbóta. Sótt er um bæturnar rafrænt á husbot.is eða á eyðublöðum sem hægt er að nálgast á vefnum husbot.is Ekki þurfa að fylgja útprentaðar tekjuupplýsingar né þinglýstur húsaleigusamningur því að Vinnumálastofnun sækir slíkar upplýsingar rafrænt til Ríkisskattstjóra og upplýsingar um þinglýsta samninga til Sýslumannsins í Reykjavík.

Seltjarnarnesbær mun hins vegar greiða sérstakan húsnæðisstuðning til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna. Sótt er um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Seltjarnarnesbæ, félagsþjónustu á eyðublöðum sem þar fást. Ekki þarf að skila inn  öðrum gögnum nema sérstaklega sé óskað eftir því. Til þess að geta sótt um sérstakan húsnæðisstuðning verður umsækjandi að vera búinn að sækja um húsnæðisbætur hjá Vinnumálastofnun og veita þar heimild til þess að Seltjarnarnesbær fái allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að geta afgreitt umsóknir um sérstakan húsnæðisstuðning.

Þeir sem hyggjast sækja um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Seltjarnarnesbæ þurfa að gera það í síðasta lagi 20. janúar n.k.

Tekjumörk varðandi sérstakan húsnæðisstuðning eru eftirfarandi:

 

Fjöldi heimilis-manna Neðri tekjumörk á ári Efri tekjumörk á ári Neðri tekjumörk á mánuði Efri tekjumörk á mánuði
1 3.100.000 3.875.000 258.333 322.917
2 4.100.000 5.125.000 341.667 427.083
3 4.800.000 6.000.000 400.000 500.000
4 eða fleiri 5.200.000 6.500.000 433.333 541.667

 

Sjá einnig reglur Seltjarnarnesbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?