Fara í efni

Söfnun og skráning ljósmynda

Seltjarnarnesbær hefur ráðið starfsfólk í sumar til að safna og halda utan um sögulegar ljósmyndir sem kunna að leynast í fórum bæjarbúa
Seltjarnarnesbær hefur ráðið starfsfólk í sumar til að safna og halda utan um sögulegar ljósmyndir sem kunna að leynast í fórum bæjarbúa. 

Starfsmennirnir verða staðsettir í aðstöðu félagsstarfs aldraðra á Skólabraut alla virka daga í júní og júlí frá kl. 9-15 og eru bæjarbúar hvattir til að mæta þangað með gamlar myndir sem endurspegla bæjarbraginn á einn eða annan hátt. Myndirnar verða skannaðar inn á staðnum og settar í gagnagrunn í varðveislu bæjarins og verða einnig aðgengilegar eigendum þeirra á rafrænu formi. 

Hægt er að senda inn fyrirspurnir í netfangið ljosmyndasafn@nesid.is. Vonir standa til að sem flestir láti sig málið varða og mæti með myndir úr sínum fórum og stuðli þannig að varðveislu sögulegra heimilda á Nesinu. 

Jarþrúður Ósk Jóhannesdóttir, Sunna Lív Stefánsdóttir og Kristín Helga Kristinsdóttir

Þessar þrjár stúlkur Jarþrúður Ósk Jóhannesdóttir, Sunna Liv Stefánsdóttir og Kristín Helga Kristinsdóttir, munu taka að sér að skanna inn myndir eldri borgara og annarra Seltirninga í sumar með aðstöðu í Félagsstarfi aldraðra að Skólabraut 5. Þangað eru allir velkomnir.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?