Fara í efni

Skólahald í Grunnskóla Seltjarnarness fellur niður vegna verkfalls Eflingar þriðjudaginn 17. mars 

Þar sem að samningar á milli Eflingar og sveitarfélaganna hafa ekki náðst fellur allt skólahald niður í grunnskólanum á morgun þriðjudag. Foreldar og forráðamenn eru hvattir til að fylgjast vel með fjölmiðlum og tilkynningum frá skólanum. Sjá nánar:

Þar sem að samningar á milli Eflingar og sveitarfélaganna hafa ekki náðst fellur allt skólahald niður í grunnskólanum á morgun þriðjudag. Foreldar og forráðamenn eru hvattir til að fylgjast vel með fjölmiðlum og tilkynningum frá skólanum. 

Frá því að verkfall Eflingar hófst hafa algjör lágmarks þrif verið í báðum skólahúsum eins lengi og hægt var.  Í ljósi ástandsins nú er ekki hægt að taka á móti börnum í skólann og því verður að fella niður alla kennslu á morgun þriðjudag. Þetta á við um allt skóla - og frístundarstarf.

Til upplýsinga varðandi útfærslu á skertu skólastarfi vegna samkomubanns þá hefur skólastjóri upplýst foreldra að  skipulag fyrir skert skólastarf næstu fjórar vikur liggi fyrir. Það verður sent út um leið og ljóst er hvenær að hægt verður að taka á móti nemendum í hús að loknu verkfalli. 


Nemendur á unglingastigi eru hvattir til að fara inn á Mentor og fylgja þeim fyrirmælum um heimanám sem þar eru.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?