Fara í efni

Seltjarnarnesbær undirritar samstarfssamning við VIRK

Virk Starfsendurhæfingarsjóður og Seltjarnaresbær hafa gert með sér samstarfsyfirlýsingu um þátttöku í þróunarverkefninu Aukin atvinnutenging í starfsendurhæfingu. 

Virk - handabandVirk Starfsendurhæfingarsjóður og Seltjarnaresbær hafa gert með sér samstarfsyfirlýsingu um þátttöku í þróunarverkefninu Aukin atvinnutenging í starfsendurhæfingu

Um er að ræða þróunarverkefni til tveggja ára sem felur í sér að þegar sérfræðingur hjá VIRK hefur samband við Seltjarnarnesbæ um hugsanlegt starf fyrir hæfan einstakling, sem er í starfsendurhæfingu hjá VIRK, þá leggur bæjarfélagið sig fram við að reyna markvisst að finna vinnu við hæfi fyrir viðkomandi einstakling. 

Rannsóknir hafa sýnt að því fyrr sem einstaklingar reyna endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys því líklegra er að þeir komist aftur til baka í vinnu. Það er því ávinningur einstaklingsins, vinuveitenda og þjóðfélagsins í heild að einstaklingum, sem eru með vinnugetu sé gefið tækifæri til að komast í vinnu, sem er við hæfi, snemma í starfsendurhæfingarferlinu.

Nánari upplýsingar um Virk Starfsendurhæfingarsjóður er að finna á vefsíðu sjóðsins www.virk.is


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?