Fara í efni

Seltjarnarnesbær og Blindrafélagið semja um ferðaþjónustu

Þriðjudaginn 26. janúar var skrifað undir þjónustusamning milli Blindrafélagsins og Seltjarnarnesbæjar um að Blindrafélagið, taki að sér að reka ferðaþjónustu fyrir Seltirninga
Þriðjudaginn 26. janúar var skrifað undir þjónustusamning milli Blindrafélagsins og Seltjarnarnesbæjar um að Blindrafélagið, taki að sér að reka ferðaþjónustu fyrir Seltirninga sem eru greindir lögblindir af Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga og geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur vegna fötlunar sinnar. 

Kristinn Halldór Einarsson og Snorri Aðalsteinsson
Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri Blindrafélagsins og Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri

Fyrir hönd Blindrafélagsins skrifaði Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri félagsins undir samninginn og fyrir hönd Seltjarnaresbæjar Snorri Aðalsteinsson félagasmálastjóri bæjarins. 

Í samningnum eru einnig ákvæði þess efnis að Seltjarnarnesbær geti boði öldruðu fólki eða fólki með aðrar fatlanir upp á að nota ferðaþjónustu Blindrafélagsins.

Ferðaþjónusta Blindrafélagsins er þjónustu úrræði, sem nýtir leigubílaþjónustu sem fyrir er í samfélaginu en reiðir sig ekki á sérlausnir. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðra bera sveitarfélög ábyrgð á að bjóða þeim sem ekki geta nýtt sér almenningssamgöngur ferðaþjónustu sem gerir þeim kleyft að stunda atvinnu, nám og tómstundi.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?