Fara í efni

Seltjarnarnesbær hvetur starfsmenn og bæjarbúa til þátttöku í hátíðarhöldum

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna hefur bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkt að veita starfsmönnum Seltjarnarnesbæjar frí frá hádegi föstudaginn 19. júní. Með lokun helstu stofnana eru starfsmenn bæjarins hvattir til að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins sem fram fara á Seltjarnarnesi og víðar um landið. 
Afmælis- og Jónsmessuhátíð á Seltjarnarnesi 19. júní kl. 12:45
Seltirningar og nágrannar eru boðnir velkomnir í fróðlega samverustund og gönguferð um Seltjarnarnesið sem Sólveig Pálsdóttir leikkona og rithöfundur stýrir. Í leiðangrinum sameinast hin árvissa Jónsmessuganga Seltirninga og hátíðahöld í tilefni af því að 19. júní 2015 eru 100 ár eru liðin frá því íslenskar konur fengu fyrst kosningarétt til Alþingis. Dætur munu  segja frá mæðrum sínum, sem syntu gegn straumnum í leitinni að jafnrétti og hulunni svipt af óþekktum baráttumálum í nútímasamfélagi. Gangan er í samstarfi við framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

Gangan hefst inni í Mýrarhúsaskóla kl. 12:45 með léttum veitingum 
Sólveig Pálsdóttir rithöfundur býður gesti velkomna 
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri flytur hátíðarræðu 
Valborg Þ. Snævarr hæstaréttarlögmaður – Leyfir maðurinn þinn þér að vinna úti, frú Valborg? 
Ásdís Skúladóttir leikstjóri – Vitleysan í henni Önnu Sigurðardóttur 
Herdís Hallvarðsdóttir tónlistarmaður – Það vantar spýtu, það vantar sög 
Gamli Mýró & Plútóbrekka 
     Stiklað á áhugaverðum sögubrotum
Barðaströndin 
Þriggja brautryðjenda verður minnst við Barðaströnd. Auður Sigurðardóttir var  fyrsta konan til að taka þátt í störfum Seltjarnarneshrepps og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir var fyrst kvenna kjörin í bæjarstjórn Seltjarnarness. Þær voru æskuvinkonur. Dóttir Auðar, Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri, rifjar upp góðar minningar. Erna Nielsen var fyrsta konan sem gegndi hlutverki forseta bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi og sat sem slík samfellt frá 1990 - 2002. 
Bollasteinn / Kvika 
Horft verður til Ráðagerðis og stiklað á stóru um hið merka hús. Listamaðurinn Ólöf Nordal fjallar um verk sitt Bollastein / Kviku. Göngunni lýkur með samsöng í anda Jónsmessunnar sem meðlimir Selkórsins leiða undir harmonikkuleik Friðriks Vignis Stefánssonar. Boðið upp á léttar veitingar. 
Félagsheimilið kl. 15 
Kvenfélagið Seltjörn á Seltjarnarnesi býður öllum upp á kleinur og pönnukökur, en kvenfélagið er elsti starfandi félagsskapur á Seltjarnarnesi 
Siv Friðleifsdóttir minnist skemmtilegra atvika úr ráðherratíð sinni 
Tónlistarflutningur ungmenna úr skapandi sumarstörfum á Seltjarnarnesi 
Gróttukonur, sem nýverið lönduðu Íslandsmeistaratitli í handbolta, heiðra gesti með nærveru sinni, auk þess sem afrekskonur og heimsmeistarar úr röðum Kraftlyftingadeildar Gróttu verða sérstaklega boðnar velkomnar. 

Fyrir framan félagsheimilið verða grillaðar pylsur og drykkir í boði fyrir yngstu gestina! 
Veitingar eru í boði Hitaveitu Seltjarnarness 
Allir bæjarbúar eru boðnir velkomnir!


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?