Fara í efni

Selkórinn hlýtur styrk til þriggja ára 

Nýlega undirritaði Seltjarnarnesbær samning við Selkórinn um fjárhagslegan stuðning við kórinn til næstu þriggja ára
Nýlega undirritaði Seltjarnarnesbær samning við Selkórinn um fjárhagslegan stuðning við kórinn til næstu þriggja ára. Framlaginu er skipt í þrennt og greitt út einu sinni á ári. Í samningnum kemur fram að í þakklætisskyni muni Selkórinn koma fram við valin tækifæri á Seltjarnarnesi, m.a. á menningarhátíðum bæjarins. 

Kórinn nýtur einnig velvilja frá Tónlistarskóla Seltjarnarness þar sem hann hefur ókeypis æfingaraðstöðu en endurgeldur greiðann með tónleikahaldi m.a. í Seltjarnarneskirkju og fyrir (h)eldri borgara bæjarfélagsins. 

Selkórinn hélt nýverið vortónleika í Seltjarnarneskirkju en æfir nú af kappi fyrir tónleikaferð til Edinborgar í lok maí. Áður en að því kemur heldur hann fjölskyldutónleika í Seltjarnarneskirkju 21. maí næstkomandi. Stjórnandi er Oliver Kentish.

Selkórinn

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?