Fara í efni

Samstarf skilar alltaf árangri

Eigendur að Bygggörðum 2-12 og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri bæjarins tóku sig saman og hreinsuðu svæðið í kringum húsin á Bygggörðum í liðinni viku

Eigendur að Bygggörðum 2-12 og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri bæjarins tóku sig saman og hreinsuðu svæðið í kringum húsin á Bygggörðum í liðinni viku.

Frábært framtak sem ber að fagna, en þetta svæði hefur til fjölda ára verið iðnaðarsvæði bæjarins og því hefur í gegnum árin safnast upp hlutir í kringum húsin sem nú var farið í að raða og henda.

Eigendur þessara húsa höfðu frumkvæðið að þessari tiltekt, sem garðyrkjustjóri tók vel í og bauð fram aðstoð sína.

Þjónustumiðstöðin bauð síðan öllum í pylsur á eftir og þakkar öllum þeim sem komu að þessu góða verkefni fyrir samvinnuna þessa daga.

Eigendur að Bygggörðum 2-12, Bjarni Torfi Álfþórsson, Steinunn Árnadóttir, Margrét Pálsdótir ásamt starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar

Á myndinni eru m.a. eigendur að Bygggörðum 2-12, formaður Umhverfisnefndar Margrét Pálsdóttir, Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri og starfsmenn þjónustumiðstöðvar.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?