Fara í efni

Samstarf Seltjarnarnesbæjar og RannUng

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, undirritaði á dögunum samstarfssamning f.h. Seltjarnarnesbæjar við Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) um Mat á vellíðan og námi leikskólabarna.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, undirritaði á dögunum samstarfssamning f.h. Seltjarnarnesbæjar við Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) um Mat á vellíðan og námi leikskólabarna. Verkefnið er hluti af samstarfssamningi sveitarfélaganna í Kraganum við RannUng. Markmið samstarfsins er að auka þekkingu á leikskólastarfi í sveitarfélögunum og stuðla að auknum gæðum í leikskólastarfi. Verkefnið verður unnið með þátttöku 

Leikskóla Seltjarnarness og snýst um rannsókn á innleiðingu námsmats í anda leiðbeininga frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Námssögum og uppeldisfræðilegum skráningum, ásamt verkum barna verður safnað í ferilmöppu fyrir hvert barn. Á árunum 2015-2018 verða haldin námaskeið fyrir kennara og annað starfsfólk leiksólans og innihald ferilmöppu þróað.

Þetta er ekki fyrsta samstarfsverkefni Seltjarnarnesbæjar og Leikskóla Seltjarnarness við RannUng, en á árunum 2012-2014 var unnið að rannsóknarverkefninu Leikum, lærum og lifum (innleiðing grunnþátta aðalnámskrár leikskóla) og mun afrakstur af því verkefni koma út í bók með því heiti á næstunni. 
Við undirskrift við RannUng
Við undirritun samstarfssamningsins í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð. Frá vinstri Arna H. Jónsdóttir f.h. stjórnar RannUng, Ásgerður Halldórsdóttir,  Gunnar Einarsson f.h. Garðabæjar, Magnús Baldursson f.h. Hafnarfjarðar, Haraldur Sverrisson f. Mosfellsbæjar og Anna Birna Snæbjörnsdóttir f.h. Kópavogs.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?