Fara í efni

Samanntekt athugasemda og greining eftir íbúafund um miðbæ Seltjarnarness

Haldinn var íbúafundur laugardaginn 16. apríl 2016 í Félagsheimilinu. Stóð fundurinn frá klukkan 10-13

Haldinn var íbúafundur laugardaginn 16. apríl 2016 í Félagsheimilinu. Stóð fundurinn frá klukkan 10-13 og var boðið upp á kaffi og morgunbrauð. Til fundarins var boðað með dreifiriti sem barst á öll heimili bæjarins í vikunni á undan. Á fundinn hafa mætt um 80-90 manns og tóku um 60 manns þátt í vinnu á borðum í kjölfarið. 


Eftir kynningar á skipulagslegum forsendum fyrir þróun svæðisins var kynnt vinningshugmynd Kanon arkitekta. Þá var komið að því að íbúar legðu sitt til málanna og var unnið í þremur lotum með 5 umræðuefni í gangi í hvert sinn. Hver íbúi gat því tekið þátt í umræðum um þrjú af fimm viðfangsefnum. 

Að lokum voru umræður um hvert umræðuefni dregnar saman. Viðfangsefnin voru: Samgöngur, húsnæðismál, umhverfi og almenningsrými, þjónusta og loks skipulag. Umræður voru frjálsar og stóðu í 15 mínútur en borðstjórar höfðu einnig ákveðnar spurningar til að styðjast við svo umræður kæmust af stað


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?