Fara í efni

Rithöfundakvöld í Bókasafni Seltjarnarness

Hið árlega rithöfundakvöld fer fram í Bókasafni Seltjarnarness kl. 20.00 á morgun þriðjudaginn 21. nóvember.

Hið árlega rithöfundakvöld fer fram í Bókasafni Seltjarnarness kl. 20.00 á morgun þriðjudaginn 21. nóvember.

Gestir að þessu sinni verða Bubbi Morthens með nýja ljóðabók sína Hreistur. Oddný Eir Ævarsdóttir með bókina Undirferli,

Sólveig Pálsdóttir með nýja glæpasögu, Refurinn og Ármann Jakobsson með nýja skáldsögu sína Brotamynd.

Sunna Dís Másdóttir stýrir umræðum. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Boðið verður upp á kaffi og kruðerí.

Rithöfundarkvöld í Bókasafni Seltjarnarness

 

ATH - áður en að dagskrá rithöfundakvöldsins hefst eða kl. 19.00 mun Guðrún Einarsdóttir myndlistarkona bjóða upp á leiðsögn um nýju málverkasýninguna sína í Gallerí Gróttu.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?