Fyrsta vika tilraunaverkefnis um plastsöfnun á Seltjarnarnesi er nú liðin og fer verkefnið vel af stað. Fimm sorphirðubílar komu á tímabilinu og innihéldu þeir samanlagt 115 poka með 155 kg af plastumbúðum.
Fyrsta vika tilraunaverkefnis um plastsöfnun á Seltjarnarnesi er nú liðin og fer verkefnið vel af stað. Fimm sorphirðubílar komu á tímabilinu og innihéldu þeir samanlagt 115 poka með 155 kg af plastumbúðum. Er það framar vonum svo stuttu eftir að pokunum var dreift á öll heimili í bæjarfélaginu.
Það verður spennandi að sjá hversu mikið berst frá íbúum á Seltjarnarnesi þegar líður á júnímánuð, en þá ætti plast að taka að berast frá þeim sem eru nýliðar í flokkun plastumbúða. Íbúar geta svo í framhaldi nálgast fleiri poka undir plast í íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi.
Áfram með góðu verkin íbúar á Seltjarnarnesi – saman aukum við endurvinnslu á plastumbúðum svo um munar!