Ríflega 20 starfsmenn Seltjarnarnesbæjar eru í stéttarfélaginu Eflingu og starfa þeir á mismunandi starfsstöðvum bæjarins. Áhrif verkfallsaðgerða verða mismikil og gera má ráð fyrir röskun á þjónustu þeirra starfstöðva sem viðkomandi starfsmenn tilheyra, þá helst varðandi heimaþjónustu.
Ríflega 20 starfsmenn Seltjarnarnesbæjar eru í stéttarfélaginu Eflingu og starfa þeir á mismunandi starfsstöðvum bæjarins. Áhrif verkfallsaðgerða verða mismikil og gera má ráð fyrir röskun á þjónustu þeirra starfstöðva sem viðkomandi starfsmenn tilheyra, þá helst varðandi heimaþjónustu. Þjónustuþegar félagsþjónustu Seltjarnarnesbæjar hafa þegar verið upplýstir bréfleiðis.
Eindregið er vonast til að samningsaðilar nái samkomulagi sem fyrst. Íbúar og starfsmenn eru hvattir til að fylgjast vel með fjölmiðlum auk þess sem tilkynningar verða settar inn á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar eftir því sem mál þróast á hverjum degi og þar til semst.