Fara í efni

Opið bókhald - Seltjarnarnes sýnir ráðstöfun skatttekna á vefnum

Bókhald Seltjarnarnesbæjar var opnað í dag mánudag með aðgengilegri veflausn á heimasíðu bæjarins. Það þýðir að íbúar geta nú skoðað hvernig sköttunum er helst skipt upp og ráðstafað, hvaða greiðslur sveitarfélagið innti af hendi og til hverra.

Seltjarnarnesbær sýnir ráðstöfun skatttekna

Bókhald Seltjarnarnesbæjar var opnað í dag mánudag með aðgengilegri veflausn á heimasíðu bæjarins. http://www.seltjarnarnes.is/svid-og-deildir/fjarhagssvid/opid-bokhald/

Það þýðir að íbúar geta nú skoðað hvernig sköttunum er helst skipt upp og ráðstafað, hvaða greiðslur sveitarfélagið innti af hendi og til hverra. Opna bókhaldinu er skipt í tvo hluta annars vegar gjaldahluta og hins vegar tekjuhluta, hægt er að skoða gögn aftur í tímann, skoða eftir málaflokkum og gera samanburð á milli tímabila svo dæmi séu tekin. Verkefnið hefur verið unnið í samstarfi við KPMG og sækir forritið upplýsingar í bókhaldskerfi bæjarins. 

Ásgerður bæjarstjóri lýsir ánægju sinni með þennan áfanga, segist fagna því að bærinn muni birta þessar upplýsingar á heimasíðu bæjarins fyrir alla að skoða. Þetta verklag muni ennfremur auðvelda stjórnendum hjá bænum að bera sína stofnun saman við aðra í margvíslegum þáttum.

„Þetta eykur gagnsæi og upplýsingagjöf til bæjarbúa, sem nú geta fylgst með breytingum innan fjárhagsáætlunarinnar ár hvert. Fólk mun til að mynda geta skoðað rekstur einstakra stofnana í bænum t.d. grunnskóla og stjórnsýslu svo eitthvað sé nefnt. Hægt verður að skoða upplýsingar um heildar vörukaup, þjónustukaup af tilteknum aðilum, helstu birgja og lánardrottna svo eitthað sé nefnt. „

„Þetta er mikið framfara skref“ segir Ásgerður ennfremur og vonar að íbúar verði virkir í að fylgjast með og skoða ráðstöfun fjármagnsins hjá bænum.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?