Fara í efni

Ökumenn virða hraðatakmarkanir á Nesinu

Við reglubundið hraðaeftirlit lögreglunnar kom í ljós að flest ökutæki sem mæld voru óku um eða innan við leyfilegan hámarkshraða

SuðurströndVið reglubundið hraðaeftirlit lögreglunnar kom í ljós að flest ökutæki sem mæld voru óku um eða innan við leyfilegan hámarkshraða. 

Þann 19. apríl frá kl. 13.45 - 14.45 vaktaði lögreglan umferð með hraðamyndavél sem ekið var austur Suðurströnd þar sem 50 km hámarkshraði er leyfður. 

Á tímabilinu voru 74 ökutæki vöktuð og var meðalhraði þeirra 51 km. Af vöktuðum ökutækjum voru ljósmynduð 15 brot eða um 20%. Meðalhraði brotlegu var 66 km og hraðast var ekið á 77 km hraða.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?