Fara í efni

Niðurstöður rafrænna kosninga á Nesið okkar 2018

Þá hefur verið talið upp úr kjörkössunum og niðurstöður kosninganna komnar á hreint. 7 verkefni hlutu brautargengi í íbúakosningunni og verða þau nú útfærð formlega á vegum starfsmanna Seltjarnarnesbæjar og svo hrint í framkvæmt um leið og hægt er í sumar

Þá hefur verið talið upp úr kjörkössunum og niðurstöður kosninganna komnar á hreint. 7 verkefni hlutu brautargengi í íbúakosningunni og verða þau nú útfærð formlega á vegum starfsmanna Seltjarnarnesbæjar og svo hrint í framkvæmt um leið og hægt er í sumar. 

Gild atkvæði voru 436 sem þýðir að 12% íbúa tók þátt í kosningunni en það er í takt við það sem verið hefur í fyrstu kosningu nágrannasveitarfélaganna. 

NIÐURSTÖÐUR KOSNINGA Í NESIÐ OKKAR 2018
Heildarfjármagn til framkvæmda sem kosið var um 10 milljónir
Heildarfjöldi á kjörskrá (16 ára og eldri) 3742
Innsendir atkvæðaseðlar 462
Taldir atkvæðaseðlar (gild atkvæði) 436
Kosningaþátttaka:  11,70%

Öllum íbúum sem sendu inn hugmyndir sínar í NESIÐ OKKAR og tóku þátt í rafrænu kosningunni eru færðar þakkir fyrir og það verður gaman að sjá verkefnin sem hlutu kosningu verða að veruleika í sumar. 

Meðfylgjandi er yfirlit yfir verkefnin sem hlutu kosningu ásamt myndum sem og heildaratkvæði allra 20 verkefnanna sem fóru áfram úr hugmyndasöfnuninni. 

VALIN VERKEFNI: atkvæði m.kr.
Lífga upp á skólalóð Mýrarhúsaskóla með skemmtilegum leikmöguleikum 251 1
Setja upp flokkunartunnur á fjölförnum svæðum 204 1
Setja upp borð og stóla á Eiðistorgi 120 1
Endurbætur á leiksvæði við Hofgarða 116 2
Endurbætur á leiksvæði við Vallarbrautarróló  116 2
Hraðhleðslustöð á Seltjarnarnesi  112 2
Bæta útsýni heita pottsins við rennibrautina  111 1
Samtals: 1030 10
Skólalóð MýrarhúsaskólaFlokkunartunnur

 

Eiðistorg Leikskvæði við Hofgarða

Vallarbrautarróló Hraðhleðslustöð

Útsýni við heita pottinn

HEILDARATKVÆÐI:
Lífga upp á skólalóð Mýrarhúsaskóla með skemmtilegum leikmöguleikum 251 1
Setja upp flokkunartunnur á fjölförnum svæðum 204 1
Setja upp borð og stóla á Eiðistorgi 120 1
Endurbætur á leiksvæði við Hofgarða 116 2
Endurbætur á leiksvæði við Vallarbrautarróló  116 2
Hraðhleðslustöð á Seltjarnarnesi  112 2
Bæta útsýni heita pottsins við rennibrautina  111 1
Endurbætur á leiksvæði við Tjarnarstíg 95 2
Verulegar endurbætur á leiksvæði við Vallarbrautarróló 89 6
Lagfæra/lengja göngustíga á Valhúsahæð meðfram friðlýstu svæði 87 4
Setja upp þrjár fótboltapönnur 81 4
Grillhús og aðstaða í Bakkagarði 76 5
Setja göngustíg frá Bakkavör og upp á Valhúsahæð 69 4
Hreystigarður - útiþrektæki við Vivaldi völlinn 68 4
Strandblakvöllur 52 3
Útbúa lokaða klefa í sturtum sundlaugar Seltjarnarness 49 1
Tennisvöllur 45 6
Endurnýja körfuboltavöll við Hofgarða 44 4
Hjólabraut "pumptrack" 26 5
Hjólabrettasvæði 18 5
Samtals: 1829 63



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?