Fara í efni

Metfjöldi í Skólaskjóli og Frístund

Um 160 nemendur í 1.-4. bekk eru nú skráðir í Skólaskjól 1. og 2. bekkjar og Frístund fyrir 3.og 4. bekkinga. Þetta er fjölgun um 30  nemendur frá fyrra ári, en þá hafði einnig fjölgað á milli ára.

Um 160 nemendur í 1.-4. bekk eru nú skráðir í Skólaskjól 1. og 2. bekkjar og Frístund fyrir 3.og 4. bekkinga. Þetta er fjölgun um 30  nemendur frá fyrra ári, en þá hafði einnig fjölgað á milli ára. Mest er fjölgunin meðal nemenda í 3. og 4. bekk,  en þeir njóta nú sérstaks tilboðs sem kallast Frístund og unnið hefur verið að við undirbúning skólaársins sem nú er ný hafið. Ýmsar breytingar voru einnig gerðar á skipulagi starfseminnar á síðastliðnu skólaári auk þess sem unnið var að því að bæta aðstöðuna.

Vel hefur gengið að ráða starfsfólk og hafa nemendur getað byrjað nánast tafarlaut eftir því sem umsóknir hafa borist.  Vistunartími er sveigjanlegur allt frá 1. klst. á viku, en  Skólaskjólið er opið frá kl. 13:10-17:15 alla virka daga. Flest börnin í Skjólinu stunda íþróttir eða tónlistarnám og starfsemin hefur lagað sig að því að dvalartími þeirra sé afar mismunandi. Dagsplan Skjólsins hefur verið styrkt með aukinni fjölbreytni í valtilboði nemenda  og með breyttu skipulagi hefur greinilega tekist að gera Skjólið  og Frístund að aðlaðandi kosti fyrir börnin.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?