Fara í efni

MERKUR ÁFANGI í Tónlistarskólanum!

Nú fyrr í janúar lauk Þorsteinn Sæmundsson 21 árs gamall Seltirningur framhaldsprófi í klassískum gítarleik frá Tónlistarskóla Seltjarnarness og er hann sjötti nemandinn í sögu skólans sem nær þeim áfanga. Seltjarnarnesbær sendir hamingjuóskir til Þorsteins og allra í Tónlistarskólanum í tilefni þessa merka áfanga.

Annamaria Lopa og Þorsteinn SæmundssonNú fyrr í janúar lauk Þorsteinn Sæmundsson 21 árs gamall Seltirningur framhaldsprófi í klassískum gítarleik frá Tónlistarskóla Seltjarnarness og er hann sjötti nemandinn í sögu skólans sem nær þeim áfanga. 

Burtfarartónleikar sem eru hluti framhaldsprófsins, voru haldnir laugardaginn 6. janúar og þar lék Þorsteinn m.a. verk eftir J.S. Bach, L.v. Beethoven, H. Villa-Lobos o.fl. Flutningi Þorsteins var vel fagnað af fjölmörgum áheyrendum í lok tónleika.

Þorsteinn sem er 21 árs, hefur lært á gítar frá 7 ára aldri. Hann hóf nám hjá Hinriki Bjarnasyni, en lærði síðan hjá Gunnlaugi Björnssyni og núverandi kennari Þorsteins er Annamaria Lopa. Hann hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum, bæði einn og í samspili með öðrum hljóðfæraleikurum. Þorsteinn hefur nóg á sinni könnu umfram tónlistina en hann er á öðru ári í hugbúnaðarverkfræði og æfir handbolta með Gróttu.

Þorsteini og fjölskyldu eru færðar innilegar hamingjuóskir í tilefni þessa merka áfanga sem og öllum í Tónlistarskólanum fyrir frábært starf og afar ánægjuleg tímamót í sögu skólans

Þorsteinn Sæmundsson


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?