Menningarhátíð Seltjarnarness 2015
Menningarhátíð Seltjarnarness 2015
Dagskrá
Fimmtudagur, 15. október
Kl. 17 Setning Menningarhátíðar Seltjarnarness 2015 Gallerí Grótta & Bókasafn Seltjarnarness
Formaður menningarnefndar, Katrín Pálsdóttir, setur Menningarhátíð Seltjarnarness 2015. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Veitingar í boði. Allir velkomnir.
Kl. 17 Taktur í 100 ár Gallerí Grótta Sýningaropnun
Sýningin varpar ljósi á baráttusöngva kvenna síðustu 100 árin. Um hvað fjölluðu baráttusöngvar fyrir um liðlegri öld og hvernig hafa þeir þróast til dagsins í dag. Leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir fer í hlutverk framtíðarkonunnar og sýnir klæðnað hennar eftir 100 ár, sem Sigurlaug Brynjúlfsdóttur nemandi í Való hannaði og útfærði með hjálp kennara og fulltrúa úr félagsstarfi aldraðra. Sýningarstjóri Sigurlaug Arnardóttir. Sýningin er unnin í tilefni af 100 ára kosningarafmæli kvenna.
Kl. 17 Taktur í 100 ár Bókasafn Seltjarnarness Sýningaropnun
Kvenréttindabaráttan með augum nokkurra nemenda í Való verður kynnt í myndum, texta- og hugmyndavinnu, ljóðum og bókverkum. Verkefnin eru unnin í samstarfi við sýningarstjóra og kennara. Listamenn leikskólans sýna verk sín í barnadeildinni. Í Bókasafninu verður Jenna Jensdóttir, sem er heiðursrithöfundur Menningarhátíðar Seltjarnarness 2015, hyllt með kynningu og sýningu á bókmenntum sem eftir hana liggja.
Kl. 20 Landbrot Sýningarsalur í Nesi Opnunarhátíð
Í sýningarsalnum í Nesi (áður fyrirhuguðu Lækningaminjasafni) býður Helgi Hrafn Jónsson, Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015, upp á magnaða upplifun þar sem hann spinnur saman þræði ólíkra listforma undir samheitinu Landbrot. Helgi Hrafn leikur ásamt félögum sínum frumsamda tónlist, erlendir dansarar, sem hann hefur fengið hingað til lands sýna dansgjörning, en annar þeirra dansar einnig í stóru vídeólistaverki sem sýnt verður í sölum byggingarinnar. Ný stuttmynd Helga Hrafns, unnin í samvinnu við hollenska listamenn, verður frumsýnd að viðstöddum aðstandendum auk þess sem ný og áður ósýnd málverk listamannsins prýða veggi byggingarinnar. Allir eru velkomnir. Veitingar í boði.
Kl. 20 Undrabörn Mary Ellen Mark Nesstofa Sýningaropnun
Ljósmyndasýning á verkum hins heimsþekkta ljósmyndara, Mary Ellen Mark, sem lést fyrr á þessu ári. Ljósmyndirnar sýna veruleika fatlaðra barna á Íslandi, en Mary Ellen er þekkt fyrir myndir þar sem horfst er í augu við raunveruleikann. Verkin eru í eigu Þjóðminjasafns Íslands, sem annast uppsetninguna og lánar verkin í tilefni af Menningarhátíðinni.
Föstudagur 16. október
Kl. 11 Bach fyrir börnin Seltjarnarneskirkja
Friðrik Vignir Stefánsson organisti býður 5. og 6. bekkingum Mýró upp á nýstárlega tónlistarkynningu á einu af stærstu tónskáldum tónbókmenntanna sjálfum J. S. Bach. Friðrik reynir m.a. að slá eigið hraðamet með því að spila 663 nótur í fantasíu eftir Bach á innan við mínútu, auk þess að snúa við hlutverki fingra og fóta við orgelið.
Kl. 15 Hvað er að virka? Bókasafnið Umræður um unglingabækur
Rithöfundurinn Bryndís Björgvinsdóttir, sem skrifaði Hafnfirðingabrandarinn og Dagbjört Kjartansdóttir myndasögusérfræðingur frá versluninni Nexus bjóða unglingum að hitta sig í unglingadeild Bókasafns Seltjarnarness og ræða hvaða bækur höfði til ungmenna og af hverju.
Kl. 16 Taktur í 100 ár Bókasafnið Leiðsögn og spjall nemenda
Nemendur bjóða bæjarbúum í leiðsögn og umræður um verk sín á sýningunni. Egill Breki Scheving les frumsamin ljóð samnemenda, sem fjalla um kvenréttindabaráttuna á jafnt gamansaman sem alvöruþrunginn máta.
Kl. 16.30 Taktur í 100 ár Gallerí Grótta Leiðsögn sýningarstjóra
Sigurlaug Arnardóttir sýningarstjóri er með leiðsögn um sýninguna og rekur sögu baráttusöngva kvenna gegnum tónlist og skáldskap í eina öld.
Kl. 17 Lúðrasveit Tónó ásamt sólistum Eiðistorg Helgi Hrafn - Tribute
Stórskotalið blásara koma fram með skólalúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness á tónleikum undir stjórn Kára Einarssonar. Tónleikarnir eru til heiðurs bæjarlistamanninum Helga Hrafni Jónssyni, sem ánafnaði sveitinni starfsstyrknum sem hann hlaut við útnefninguna.
Kl. 18 Pop Quiz Eiðistorg
Ungmennaráð Seltjarnarness býður öllum í lauflétt Pop Quiz með glæsilegum vinningum. Spurningahöfundur og spyrill er Björn Bragi Arnarsson. Súper tilboð á Rauða ljóninu. Popp í boði fyrir alla þátttakendur.
Laugardagur 17. október
Kl. 9 Morgunhugleiðsla og orkuskot Systrasamlagið
Systrasamlagið slær upp tjaldi við höfuðstöðvar sínar og býður bæjarbúum og öðrum í morgunhugleiðslu með Thelmu Björk hönnuði og jógakennara. Hofið er opið allan daginn. Milli kl. 9-10 er gestum boðið upp á engiferskot og te.
Kl. 9.30 Neshreysti Plan við Sundlaug
Hitað upp með Eddu Hermanns fyrir utan sundlaugina áður en haldið er í stuttan en röskan göngu- eða hlaupatúr um stígana á Nesinu undir leiðsögn félaga úr Trimmklúbbi Seltjarnarness, en klúbburinn fagnar 30 ára afmæli á árinu.
Skokkinu lýkur í morgunverðarhlaðborði á Eiðistorgi.
Kl. 10.30 Morgunverðarboð fyrir bæjarbúa Eiðistorg
Seltjarnarnesbær, TKS, Hagkaup og Bakarí Jóa Fel bjóða öllum bæjarbúum í girnilegt morgunverðarhlaðborð. Hinir hressu félagar í Ábreiðubandinu spila öll þekktustu lögin, trúðar frá Sirkus Íslands skemmta börnum og boðið er upp á andlitsmálun.
Kl. 12 Músin Marta Bókasafn Seltjarnarnes
Egill Eðvarðsson handritshöfundur og leikstjóri sjónvarpsleikritsins Músin Marta segir börnum stuttlega frá leikritinu og sýnir verkið á stórum skjá í Bókasafninu. Leikritið er frá árinu 1996 en það byggir á sögu Jennu Jensdóttur, Mýslu litlu. Aðalhlutverk leikur Arnljótur Sigurðsson. Ætlað börnum á aldrinum 7-12 ára.
Kl. 13 Lyfjafræðisafnið Sýning
Í Lyfjafræðisafninu er hægt að sjá sýnishorn af apóteksinnréttingum, sem eru frá fyrstu tugum seinustu aldar og einnig eru þar til sýnis tæki, sem notuð hafa verið til lyfjagerðar öldum saman. Opið verður á Menningarhátíðinni laugardag og sunnudag frá kl. 13-17.
Kl. 16 Á Valhúsahæð - Tónlistarhátíð Nesbúa 2015 Seltjarnarneskirkja
Listræn stjórnun og umsjón: Björg Þórhallsdóttir og Hilmar Örn Agnarsson
Björg Þórhallsdóttir sópran
Maren Finnsdóttir sópran
Nína Hjördís Þorkelsdóttir, þverflauta
Guðný Guðmundsdóttir, fiðla
Gunnar Kvaran, selló
Auður Hafsteinsdóttir, fiðla
Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla
Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló
Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness, yngri deild, stjórnandi Kári Einarsson
Grunnskólakórar og Gömlu meistararnir, stjórnandi Inga Björg Stefánsdóttir
Kammerkór Seltjarnarneskirkju, stjórnandi Friðrik Vignir Stefánsson
Selkórinn, stjórnandi Oliver Kentish
Félagar úr Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, stjórnandi Oliver Kentish
Hilmar Örn Agnarsson, píanó / orgel
Friðrik Vignir Stefánsson, píanó / orgel
Heiðursgestur: Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran
Tónskáld hátíðarinnar: Árni Freyr Gunnarsson
Kynnir: Eva María Jónsdóttir
Miðar seldir við innganginn. Verð kr. 1.500,-
Sjóvá er bakhjarl tónlistarhátíðarinnar.
Kl. 21 Tina Dickow, Helgi Hrafn Jónsson og félagar Félagsheimili Tónleikar
Hápunktur Menningarhátíðar Seltjarnarness 2015 eru tónleikar hinnar dáðu, dönsku söngkonu Tinu Dickow, Bæjarlistamannsins Helga Hrafns Jónssonar og félaga þeirra, sem nýverið slógu í gegn á tónleikaferðalagi um Evrópu. Húsið opnar kl. 20.
Sunnudagur 18. október
Kl. 10 Seltjarnarneskirkja
Kl. 10 Fræðslumorgunn Sigurður Pétursson, lector emeritus flytur erindið Lífið í
Hrólfsskála – Frá íslenskri ættarhefð til tóna Bachs.
Kl. 11 Guðsþjónusta Tileinkuð J. S. Bach, fimmta guðspjallamanninum.
Kl. 12 Sat ég og saumaði Sýning á gömlum handútsaumuðum dúkum af heimilum
á Seltjarnarnesi. Kvenfélagið Seltjörn setur upp.
Kl. 12 Flóamarkaður Markaður og vöfflukaffi í kjallara. Allur ágóði rennur til viðhaldsverkefna í kirkjunni.
Kl. 14 Heiðursdagskrá um Jennu Jensdóttur Félagsheimili
Heiðursdagskrá um hinn ástsæla rithöfund Jennu Jensdóttur (f.1918). Sem rithöfundur og persóna hefur Jenna verið áhrifavaldur í lífi margra þjóðþekktra einstaklinga, sem nú stíga fram og varpa ljósi á hina margbrotnu konu. Fram koma: Ásgerður Halldórsdóttir, Egill Eðvarðsson, Jenna Jensdóttir, Jón Gnarr, Katrín Jakobsdóttir, Styrmir Gunnarsson og Þorgrímur Þráinsson.
Stjórnandi er Sólveig Pálsdóttir rithöfundur.
Tónlist flytja Sigríður Thorlacius söngkona og Hjörtur Ingvi Jóhannsson píanóleikari.
Kl. 18 Friðrik Karlsson og Nýjaland Seltjarnarneskirkja Hugleiðsla
Gítarsnillingurinn og tónlistarmaðurinn Friðrik Karlsson og Stefanía Ólafsdóttir græðari frá Nýjalandi flytja hugleiðslu með tónlist eftir Friðrik, sem er kunnur fyrir slökunar- og vellíðunartónlist sína, en saman gáfu þau nýverið út geisladiskinn Óskastund.
Kl. 20 Tina Dickow, Helgi Hrafn Jónsson og félagar Félagsheimili Aukatónleikar
Vegna mikillar eftirspurnar eru tónleikar Tinu, Helga og félaga endurteknir á lokadegi Menningarhátíðar Seltjarnarness 2015. Húsið opnar kl. 19.