Heilbrigðiseftirlit Kjósarhrepps mælir með því að neysluvatn verði soðið fyrir viðkvæma í þeim hverfum þar sem jarðvegsgerlar hafa fundist í auknu mæli í neysluvatni þ.m.t. á Seltjarnarnesi. Ekki er þó talin hætta á ferð og óhætt er að drekka vatnið ósoðið. Sjá nánar í fréttatilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu sem birt hefur verið á vef RÚV og mbl.is. í kvöld.