Fara í efni

Lífshlaupið 2016 hófst á Seltjarnarnesi

Það voru nemendur Grunnskóla Seltjarnarness sem fengu þann heiður að ræsa Lífshlaupið 2016. Setningarhátíð Lífshlaupsins fór fram í níunda sinn í gær og að þess sinni var hátíðin í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness.

Það voru nemendur Grunnskóla Seltjarnarness sem fengu þann heiður að ræsa Lífshlaupið 2016. Setningarhátíð Lífshlaupsins fór fram í níunda sinn í gær og að þess sinni var hátíðin í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra hélt stutt ávarp og hvatti nemendur og starfsfólk til þess að taka þátt í verkefninu og minnti þau á hversu mikilvægt það er að stunda daglega hreyfingu. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Lárus Blöndal forseti ÍSÍ ávörpuðu einnig samkomuna.

Lífshlaupið 2016Lífshlaupið var síðan sett með táknrænum hætti þar sem að Andrés Guðmundsson, frá Skólahreysti, setti upp þrautabraut og í henni kepptu Ólína Thoroddsen skólastjóri, bæjarstjóri, ráðherra og forseti ÍSÍ ásamt Bertu Sóleyju Sigtryggsdóttur, Helgu Guðrúnu Sigurðardóttur, Orra Heiðarssyni og Viðari Snæ Viðarssyni nemendum í Grunnskóla Seltjarnarness – Valhúsaskóla.

Fjórar stúlkur úr Valhúsaskóla; Anna Lára Davíðsdóttir, Ásdís Lóa Erlendsdóttir, Áslaug María Þórsdóttir og Júlía Karín Kjartansdóttir fluttu tónlistaratriði og að lokum skelltu nemendur og aðrir gestir sér í skemmtilegan Zumbadans.  

Markmið Lífshlaupsins er að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig daglega og gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu. Sjá nánar http://lifshlaupid.is/


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?